Og enn lýgur hann í ræðustól alþingis
Skoðað: 3864
Það er alveg með hreinum ólíkindum að fjármálaráðherra landsins skuli hvað eftir annað koma í ræðustól alþingis með ósannindi og lygar án þess að þurfa að svara fyrir það eða vera ávíttur og minntur á sannsögli af hálfu þingforseta eða það sem verra er, af þingmönnum alþingis sem verða vitni að ósannindunum.
Það er ekkert skrítið að almenningur í landinu beri ekki nokkra minnstu virðingu fyrir alþingi eða ríkisstjórninni meðan þessi maður fær að vaða uppi með endalausar lygar og tala niður samþingmanna sinna í fullkomnu virðingarleysi og svo yfirgengilegum hroka að þeir sem á hlýða verða hreinlega kjaftstopp enda er maðurinn svo yfirgengilegur dóni og ruddi að skömm er því að hann skuli sitja sem ráðherra með 130 þúsund milljón króna afskriftahalan á eftir sér.
Síðast í morgun sló hann svo enn eina ferðina út með hreinum lygum í pontu alþingis þegar hann hélt því fram að ÖBÍ hafni afnámi krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar. Þetta er rangt hjá honum og hefur verið útskýrt fyrir honum áður.
Ekki einu sinni.
Ekki tvisvar.
Heldur þrisvar sem hann er leiðréttur fyrir að fara rangt með staðreyndir eins og kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ og er hér að neðan í fullri lengd.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti á Alþingi í morgun að ÖBÍ hafni afnámi krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar. Þetta er rangt.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði ráðherrann í morgun, hvernig ætti að afnema krónu-á-móti-krónu skerðinguna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði þessu ekki. Hann ræddi hins vegar samráðshóp stjórnvalda, sem félagsmálaráðherra skipaði í fyrra, til að endurskoða almannatryggingakerfið, og niðurstöðu hans:
„[…] þeirri niðurstöðu er hafnað af Öryrkjabandalaginu. Í þeirri lausn sem er á borðinu er verið að afnema krónu á móti krónu skerðinguna en því er hafnað.“
Þetta er rangt.
Með ummælum sínum bergmálar ráðherrann ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. ÖBÍ benti strax á að þau væru röng.
Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að krónu-á-móti-krónu skerðingin verði afnumin tafarlaust og að örorkulífeyrir dugi til mannsæmandi afkomu. Þetta er og hefur verið eitt helsta baráttumál bandalagsins um árabil. Það veit ráðherrann vel.
Krónu-á-móti-krónu skerðingu á að afnema strax án tillits til annarra breytinga. Hún ein og sér heldur þúsundum fjölskyldna í fátæktargildru og hana á að afnema eina og sér.
Skýrt og klárt
Rétt er að halda því til haga að ÖBÍ hefur í starfi hópsins lagt fram raunhæfar tillögur til þess að afnema skerðinguna. Það er ekki í verkahring ÖBÍ að birta skýrsludrög opinberra starfshópa. Hins vegar telur ÖBÍ, í ljósi ummæla ráðherrans á Alþingi, sér skylt að upplýsa, að í drögum að lokaskýrslu starfshópsins, er hvorki að finna útfærslur á því hvernig né hvenær á að afnema krónu-á-móti-krónu skerðinguna í heild. Þar er heldur ekki að finna neitt um að mannsæmandi afkoma fólks með skerta starfsgetu verði tryggð.
Meðal annars þess vegna treystir ÖBÍ sér ekki til þess að skrifa undir skýrslu samráðshópsins.
Það yrði allri umræðu mjög til bóta að stjórnmálamenn kynntu sér málin áður en farið er með stóryrði úr ræðustól Alþingis.
Í þessu samhengi má benda á að þetta er í þriðja sinn á yfirstandandi þingi sem ÖBÍ finnur sig knúið til þess að leiðrétta ummæli fjármálaráðherra á Alþingi, sjá hér og hér.
Bjarni Benediktsson og restin af sjálfstæðisflokksmönnum þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að það er algjörlega þeirra sök og ábyrgð að virðingin fyrir alþingi íslendinga hefur aldrei verið minni enda uppskera þingmenn eins og þeir sá og sú fyrirlitning og lítilsvirðing sem þeir sýna fólkinu í landinu á bara eftir að koma þeim í koll þó síðar verði.
Hér að neðan má horfa á umræðuna frá því í morgun og hvernig Bjarni svarar engu en lýgur blákalt.
Skoðað: 3864