Og enn lýgur Bjarni Ben
Skoðað: 13637
Það er hreint með ólíkindum að hlusta á Bjarna Benediktsson koma fram í fréttum Rúv fyrr í kvöld og ljúga framan í alþjóð eina ferðina enn. Það er engu líkara en manninum sé algjörlega sama um mannorð sitt, (sem hann sjálfur hefur reyndar troðið ofan í skítinn) gagnvart almenningi í landinu því lygin rennur upp úr honum eins og sandsíli úr yfirfullum sarpi lundana þegar þeir fæða unga sína.
Um áramót tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem skertu atvinnutekjur eldri borgara úr rúmlega 100 þúsund krónum á mánuði niður í 25. þúsund krónur og er það mat allra sem þekkja til þessara mála að þarna hafi aldraðir verið sviftir þeim rétti sínum að afla sér aukatekna ofan á skammarlega lágan lífeyri auk þess sem þetta átti að spara ríkinu einhverjar milljónir á ársgrundvelli því eins og allir vita eru króna á móti krónu skerðingar eitt af þeim tækjum sem ríkið notar til að halda öldruðum og öryrkjum föstum í fátæktargildrunni sem þeir sleppa aldrei úr eins og núverandi kerfi er byggt upp.
„Ég hafna því alfarið að við séum að svíkja þau loforð sem gefin voru og við erum að starfa í samræmi við stjórnarsáttmálann, meðal annars í að forgangsraða sérstaklega til heilbrigðisþjónustu í landinu.“
Segir Bjarni í fréttinni en staðreyndirnar tala sínu máli hvað sem hann segir.
Ekkert varð úr sérstakri umræðu í þinginu um fátækt. Bjarni segist ekki hafa skýringu á því, en sú umræða sé, með beinum og óbeinum hætti, alltaf lifandi í þingstörfunum og lúti ekki síst að almannatryggingakerfinu og þar hafi verið gerðar miklar breytingar. Í fjármálaáætlun núna sé meira gert, til dæmis með því að draga úr lífeyrisskerðingu eldri borgara vegna vinnu. Hann fullyrði að sjaldan hafi verið hægt að gera meira í þessum efnum, því tekjur ríkisins hafi aukist og vel ári og inniviðaverkefni njóti góðs af slíkum tímum.
Þingforseti neitaði að taka sérstaka umræðu á dagskrá þingsins um fátækt á íslandi og í því liggur skömm þingsins, sérstaklega sjálfstæðisflokksins þar sem þingmenn hans og ráðherrar hafa aldrei viljað horfast í augu við staðreyndirnar sem blasa við þeim á hverjum einasta degi í frétta og vefmiðlum landsins.
Eina leiðin sem Bjarni hefur er að ljúga blákalt framan í þjóðina, hvort heldur í fréttatímum fjölmiðla eða úr ræðustól alþingis.
Skoðað: 13637