OECD undirlagt af nýfrjálshyggju og brauðmolakenningum
Skoðað: 1938
OECD eru alþjóðastofnun sem “segjast” vinna að því að byggja upp betri stjórnmál til betra lífs en skilgreina það síðan í raun ekkert nánar nema mjög óljóst en í ljósi þess sem komið hefur fram í fréttum af fundi Ángel Gurría framkvæmdastjóra stofnunarinnar með íslenskum stjórnvöldum ætti hverju einasta mannsbarni á íslandi að vera ljóst að þessi stofnun er ekki að vinna að almannahagsmunum í þeim löndum sem hún starfar þegar framkvæmdastjórinn étur upp lygarnar úr Bjarna Ben og nýfrjálshyggjupésunum í ríkisstjórn íslands í ræðu sinni um helgina.
Það má alveg klappa ykkur dálítið á bakið og hrósa ykkur en nú þarf að vinna í erfiðu málunum, til dæmis að auka framleiðni. Og einnig hvort innviðirnir verði endurnýjaðir
Gurría segir að nú sé góður tími fyrir stjórnvöld til að hugsa um stefnu í ferðamannaiðnaði.
Að taka á móti fleiri en tveimur milljónum gesta á ári krefst annars konar innviða. Þið þurfið einnig að jafna ykkur á slysum sem orðið hafa, eins og til dæmis gjaldþroti WOW air.
Selja þarf bankana, taka upp veggjöld er eitt af því sem framkvæmdastjórinn leggur til en í ljósi þess hvernig til tókst síðast þegar það var gert þá ætti svo sannarlega alls ekki að gera það enda hafa íslensk stjórnvöld ekkert lært af hruninu árið 2008 og þaðan af síður lagað til í lagaumhverfinu til að koma í veg fyrir að hægt verði að keyra á sömu formúlu og gert var á árunum fyrir hrunið.
Á heimasíðu OECD segir eftirfarandi um samtökin:
“The Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD) is an international organisation that works to build better policies for better lives. Our goal is to shape policies that foster prosperity, equality, opportunity and well-being for all. We draw on almost 60 years of experience and insights to better prepare the world of tomorrow.
Together with governments, policy makers and citizens, we work on establishing international norms and finding evidence-based solutions to a range of social, economic and environmental challenges. From improving economic performance and creating jobs to fostering strong education and fighting international tax evasion, we provide a unique forum and knowledge hub for data and analysis, exchange of experiences, best-practice sharing, and advice on public policies and global standard-setting.”
Það verður því miður að segjast eins og er að þegar upp er staðið er OECD ekkert annað en skjól valdasjúkra græðgisafla sem setja fyrirtæki og eigendur þeirra í fyrsta sæti ásamt auðjöfrum og þeim sem hagnast mest á því að arðræna almenning í löndum OECD meðan almenningur er settur í næst síðasta sætið en aldraðir og sjúkir í það síðasta og geta í raun étið það sem úti frýs.
Ekki er nema von að Bjarni Ben og hyskið hans séu með sælubros og fullnægingarglott á vörum undir ræðu Ángel Gurría framkvæmdastjóra efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD.
Skoðað: 1938