Nýr dómsmálaráðherra byrjar starf sitt á að fara með ósannindi
Skoðað: 2961
Það voru margir vongóðir um að nýr dómsmálaráðherra sem skipaður var í síðustu viku mundi hífa upp virðingu almennings fyrir alþingi og urðu það því mikil vonbrigði þegar hennar fyrsta yfirlýsing í viðtali um helgina voru þau að fara með staðlausa stafi um lögfræðileg málefni sínu eigin fólki til varnar þegar sannleikurinn er því óþægilegur.
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata deilir á facebook stöðufærslu við frétt Rúv þar sem rætt er við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um Landsréttarmálið og viðbrögð hennar við því að Mannréttindasómstóll Evrópu skuli taka málið upp um skipan dómara í Landsrétt en fréttina sjálfa má lesa hérna.
Halldór segir:
Þessi kúltúr í Sjálfstæðisflokknum, að trana fram löglærðu fólki til að fara með staðlausa stafi um lögfræðileg málefni sínu eigin fólki til varnar þegar sannleikurinn er því óþægilegur, er rosalega eitraður. Þetta er vísvitandi upplýsingamengun og fáránlegt að fólk þurfi stöðugt að sitja sveitt við að leiðrétta þetta. Þarna er verið að nýta forréttindi (menntun og stöðu) til að eyðileggja vitræna umræðu, sem er frekar gróf valdníðsla.
Hæstiréttur hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu að dómarar í Landsrétti séu löglega skipaðir.
Þvert á móti hefur hann í dómi nr. 592/2017 komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum í málsmeðferð sinni – og einnig Alþingi með því að láta hjá líða að lagfæra þá annmarka sem voru á þeirri málsmeðferð. Út frá þessu var ríkið dæmt til að greiða miskabætur. Ekkert af því var ófyrirsjáanlegt út frá eldri dómafordæmum þar sem skipun í embætti þar sem ekki tekst að sýna fram á að rannsóknarskyldu í því skyni að finna hæfasta umsækjandann hafi verið sinnt leiðir til miskabóta.
Í dómi nr. 452/2017 vísaði Hæstiréttur reyndar frá ógildingarkröfu en málatilbúnaðurinn þar var ekki að skipun í Landsrétt yrði ógild heldur að sú ákvörðun að skipa ekki tiltekinn mann sem var á lista dómnefndar yrði ógild. Sá málatilbúnaður var talinn of óskýr. Hæstiréttur hefur því aldrei tekið afstöðu til þess hvort ógilda eigi skipun þeirra dómara sem sitja í Landsrétti – en hefur sem fyrr sagði komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið andstæð stjórnsýslulögum.
Hvað er svona rosalega erfitt við að viðurkenna einfaldlega að þarna var rangt farið að, draga af því lærdóm og halda áfram? Er egóið virkilega svona miklu miklu stærra en almannahagsmunir?
Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að Áslaug Arna er fullmenntaður lögfræðingur með mastersgráðu og uppalin í innsta hring Sjálfstæðisflokksins þar sem flokksvélin hefur heilaþvegið hana algjörlega og matað á “réttum” upplýsingum flokksvélarinar og því ætti fólk alls ekki að vanmeta hana og þau störf sem hún nú tekur sér fyrir hendur því hún er engin puntudúkka eða sæta stelpan og andlit flokksins út á við heldur harðsvíraður meðlimur í innsta hring hættulegasta stjórnmálaflokks íslands.
Hafið það hugfast.
Skoðað: 2961