Munu orð Birgittu hafa áhrif á fylgi Pírata?
Skoðað: 14671
Uppgangur í fylgi Pírata hefur verið ævintýri líkast síðastliðið hálft ár og rúmlega það en nú gæti því miður orðið breyting í hina áttina og ef það gerist, þá er það vegna orða Birgittu Jónssdóttur í umræðuþræði sem hún deildi í morgunn á Facebook.
Þar segir hún orðrétt í einu svarinu:
Mikið sem ég yrði nú sæl og glöð ef tekst að sannfæra þá sem vara með völdin um að hækka jólauppbótina sem og kjör þeirra sem mest þurfa á því að halda. En auðvitað mun það ekki gerast. Þá er vert að hafa það hugfast að það þarf að smíða algerlega nýtt kerfi utan um þá sem þurfa að díla við TR. Það kerfi er bara svo laskað að það er ekki hægt að gera við það.
Þau svör sem hún hefur fengið við þessu svari sínu eru ekki til að auka trú öryrkja og aldraðra á þingflokk Pírata og ef þeir girða sig ekki í brók strax í þessari viku og taka höndum saman við aðra stjórnarandstöðuflokka og keyra áfram þá sanngjörnu kröfu að ríkisstjórnin fari að lögum um almannatrygginar og hækki bætur afturvirkt til fyrsta maí eins og kveður skýrt á um í 69. grein laga um almannatryggingar, þá á fylgið eftir að hrynja hratt af Pírötum í kjölfarið og fara yfir til annara flokka sem þegar hafa ljáð máls á því að ríkisstjórnin fari að lögum í þessu efni.
LESIÐ ÞETTA EINNIG: Óvíst hvort bætur öryrkja og aldraðra hækka um áramót
Það er þegar áskorun í gangi í hópnum Píratar: Öryrkjar á facebokk þar sem þingmenn Pírata eru hvattir til að taka undir orð þeirra Helga Hjörvars og Kristjáns L. Möllers Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn og Páll Valur Björnsson Bjartri framtíð, hinir steinþögðu og fara fram á hækkun á bótum til öryrkja og eldri borgara í samræmi við aðrar launahækkanir og frá og með 1. maí samkvæmt 69. grein laga um almannatryggingar.
Taki þingmenn Pírata ekki þeirri áskorun og halda áfram að þegja um þessi mál í ræðustól alþingis næstu daga má fastlega búast við að fylgi þeirra falli hratt niður fyrir 30 prósentin og þeir geta engum öðrum um kennt nema sér sjálfum.
Skoðað: 14671