Milljónamæringur traðkar á launafólki
Skoðað: 709
“Hvern virkan dag í hverjum mánuði allt árið þénar Halldór Benjamín Þorbergsson um 225 þúsund krónur.” Skrifar Björn Birgisson í Grindavík en hann er þekktur fyrir að liggja ekkert á skoðunum sínum á Facebook síðu sinni.
Hvern virkan dag í hverjum mánuði allt árið þénar Halldór Benjamín Þorbergsson um 225 þúsund krónur.
Ekki hefði ég lyst á að ræða launa og kjaramál við svona mann, sem hiklaust lýgur til að fegra málstað sinna launagreiðenda, ef marka má yfirlýsingu Vilhjálms Birgissonar í gær, þar sem honum var heitt í hamsi og krafðist þess að Halldór Benjamín bæðist afsökunar á lygum sínum.
Síðan ber hann það saman við kröfur Eflingar í komandi kjaraviðræðum og er hreinlega ekkert að skafa af hlutunum.
Efling fer fram á 167 þúsund í launahækkun á næstu þremur árum, skipt á árin eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Það er 58 þúsund krónum lægri upphæð en sem nemur daglaunum montpriksins og sperrileggsins Halldórs Benjamíns Þorbergssonar.
Þeim sem finnst eitthvað eðlilegt við þetta bendi ég á að leita til læknis.
Myndin sem um ræðir sést hér að ofan.
Skoðað: 709