Mannvonskan er algjörlega botnlaus

Skoðað: 2978

Konan er í engu standi til að fljúga komin 35 til 36 vikur á leið.

Tuttugu og sex ára Albönsk kona komin á 35. til 36. viku meðgöngu liggur inni á mæðradeild og bíður þess ásamt unnusta sínum og tveggja ára dóttur að lögreglan komi og sæki þau til að flytja þau úr landi.  Parið hefur enn ekki fengið svar frá kærunefnd útlendingamála og því ætti að vera ljóst að máli þeirra er ekki lokið.  Einnig er konan búin að fá vottorð þess efnis að hún sé ekki í standi til að fljúga í því ástandi sem hún er en mörg flugfélög krefjast þess að óléttar konur framvísi læknisvottorði séu þær komnar yfir 28. viku meðgöngu.

Samtökin No boreders Iceland hafa fylgst með gangi mála og má sjá stöðufærslur frá þeim og umsagnir við færsluna hér að neðan en ljóst er að fólk er reitt út í þá ótrúlegu mannfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir mannslífum, þá sérstaklega lífi þess ófædda barns sem konan er langt gengin með.

Venjulega þegar óléttar konur flúga þurfa þær að fá svokallað “fit to fly” vottorð en engin fordæmi voru hins vegar fyrir að gefa “not fit to fly” vottorð þar sem enginn læknanna hafði upplifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja hennar.

Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að ‘trúnaðarlæknir’ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin væri fram.

Klukkan fimm í morgun mætti svo lögreglan á heimili fjölskyldunar á “brottrekstrarbíl” og stuttu seinna mættu tveir lögreglubílar með neyðarljósin blikkandi.
Lögreglan segist vera með “fit to fly” vottorð sem hún hefur ekki fengið að sjá og frá lækni sem hún hefur ekki hitt. Lögreglan kýs að styðjast við þetta vottorð frekar en það sem hún fékk frá ljósmóður á mæðra deild fyrr í kvöld.
Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.

HVER ER TRÚNAÐARLÆKNIR ÚTLENDINGASTOFNUNAR?

Hvert er siðferði læknis sem skrifar upp á vottorð án þess að hafa hitt sjúkling, í þessu tilfelli kasólétta konu sem er komin nánast á steypirin og segir hana hæfa til að fara í þriggja til fjögurra tíma flug milli landa?

UPPFÆRT!

Komið hefur í ljós að læknirinn sem um er að ræða heitir Kai Blöndal og er yflæknir á Göngudeild Sóttvarna sem skrifaði upp á “fit to fly” fyrir útlendingastofnun án þess að hafa hitt konuna sem vísa átti úr landi.

Í kommentakerfinu við færslu No borders er talað um að það sé geðlæknir á vegum Útlendingastofnunar en á heimasíðu þeirrar stofnunar er ekkert getið um neinn trúnaðarlækni eða lækni sem er starfandi á vegum hennar og leit á vef þeirrar stofnunar skilar engum niðurstöðum.

Sé það satt sem lögreglan segir að þeir hafi “fit to fly” vottorð frá lækni og sé sá lænir yfir höfuð til og hafi skrifað þetta vottorð án þess að hitta konuna þá er hann að brjóta alla læknaeiða sem hann hefur skrifað undir og samþykkt að fara eftir í störfum sínum.

Hér að neðan má lesa Genfaryfirlýsinguna sem geðlæknar sverja að hafa í heiðri í störfum sínum og var samþykkt af 2. allsherjarþingi Alþjóðalæknafélagsins í Genf í Sviss í september 1948, endurskoðað af 22. allsherjarþinginu í Sydney í Ástralíu í ágúst 1968 og 35. allsherjarþinginu í Feneyjum á Ítalíu í október 1983 og 46. allsherjarþinginu í Stokkhólmi í Svíþjóð í september 1994 og með orðalagsbreytingum 170. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2005 og 173. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2006 og endurskoðað af 68. allsherjarþinginu í Chicago í Bandaríkjunum í október 2017..

 

SEM LÆKNIR

HEITI ÉG ÞVÍ að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar;

ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi;

ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna;

ÉG MUN VIRÐA mannslíf staðfastlega til hins ýtrasta;

ÉG MUN EKKI LÁTA aldur, sjúkleika eða fötlun, trúarbrögð, uppruna, kyn, þjóðerni, stjórnmálatengsl, kynþátt, kynhneigð, þjóðfélagslega stöðu eða neitt annað hafa áhrif á skyldu mína gagnvart sjúklingum mínum;

ÉG MUN GÆTA FYLLSTU ÞAGMÆLSKU um allt það sem sjúklingar trúa mér fyrir, einnig að þeim látnum;

ÉG MUN RÆKJA starf mitt af samviskusemi og virðingu og í samræmi við góða starfshætti lækna;

ÉG MUN HALDA Í HEIÐRI virðingu og góðar hefðir læknastéttarinnar;

ÉG MUN AUÐSÝNA kennurum mínum, starfsfélögum og nemendum þá virðingu og þakklæti sem þeim ber;

ÉG MUN miðla læknisfræðilegri þekkingu minni í þágu sjúklinga minna og framfara í heilbrigðisþjónustu;

ÉG MUN GÆTA VEL AÐ eigin heilsu, vellíðan og færni svo að ég fái veitt sem besta þjónustu;

ÉG MUN EKKI BEITA læknisfræðilegri þekkingu minni til að brjóta gegn mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þó mér sé ógnað;

ÞESSU LOFA ÉG af fúsum og frjálsum vilja og legg það við heiður minn.

Það ætti öllum að vera það algjörlega ljóst að læknir sem ekki fer eftir þessum sáttmála á að missa læknisleyfið umsvifalaust og án undantekninga.

Flugfélög og ábyrgð þeirra.

Hjá Icelandair kemur skýrt fram að barnshafandi konur sem eru á síðasta mánuði meðgöngu þurfa að hafa vottorð frá lækni, “fit to fly” sem er gefið út innan þriggja sólarhringa fyrir brottför.  Konur sem eru á síðustu tveim vikum meðgöngu verður EKKI hleypt um borð í vélar Icelandair.

Lögreglan, skyldur hennar og ábyrgð.

Í siðareglum lögreglunnar stendur í 9. gr:
,,Starfsmönnum lögreglu er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna sinna um störf sín og fylgja þeim eftir af trúmennsku, svo framarlega að þau brjóti ekki alvarlega gegn siðferðiskennd hans”

Þeir lögreglumenn sem koma að brottvísun eins og þessari og samþykkja að fara að fyrirmælum yfirboðara sinna hafa augljóslega annað hvort ekki þekkt þessar siðareglur eða þá að þeim er nákvæmlega sama og vinna bara sína vinnu, svona rétt eins og nasistar gerðu á sínum tíma þegar þeir ráku mæður og börn í gasklefa útrýmingarbúðana.

Stjórnvöld og ábyrgð þeirra.

Sá ráðherra sem ber ábyrgð á þessu máli og fleirum þeim tengdum þar sem börnum og óléttum konum er vísað úr landi og send beint í opin dauðan í mörgum tilfellum er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra dómsmála á íslandi.
Hún hefur á sínum stutta starfsferli ekkert gert til að bæta ástandið í málefnum flóttafólks eða hælisleitenda og útlendingastofnun heldur áfram að níðast á fólki og senda það miskunnarlaust úr landi, oft beint í opin dauðan.

Hér að neðan má sjá tímalínu þessa ömurlega máls í stöðufærslu frá No Borders Iceland og þar fyrir neðan er myndband sem tekið var í nótt þegar lögreglan sótti fólkið til að senda það úr landi.

 

Skoðað: 2978

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir