Leigupenni auðvaldsins ræðst á aldraða og öryrkja
Skoðað: 5499
Einhver verst gefni og aumasti leigupenni auðvaldsins sem fyrirfinnst á þessu skeri norður í ballarhafi sem Ísland er kallað sté fram í gær með pistil sem er svo vondur og ber andlegum veikindum höfundar slík merki að koma ætti aumingja manngarminum í viðeigandi meðferð.
Páll Vilhjálmsson hefur lengi verið aðhlátursefni á samfélagsmiðlum fyrir skrif sín enda af nógu að taka þegar kemur að rangfærslum, lygum og hreinum og klárum þvættingi frá einum bloggara. Páll hefur ítrekað verið staðin að slíkum skrifum og allt tekið og rekið öfugt ofan í hann, nánast daglega og er nóg að renna í gegnum skrif hans til að sjá hverjir það eru sem borga ræfillsgreyinu fyrir bullið.
Núna fór hann hins vegar það langt yfir öll strik velsæmis að meira að segja hans hörðustu fylgendur og “já” liðið setur ofan í við hann.
Allir fæðast grátandi en sumir halda áfram út lífið að harma hlutskipti sitt. Flest venjulegt fólk tekur lífinu tveim höndum og gerir úr því það sem efni og aðstæður leyfa. Markmið Íslendingsins fram á síðustu öld var að fjármagna eigin jarðaför.
Borgunarmaður eigin útfarar staðfestir manndóm. Hann fæðist snauður og allslaus en tékkar út í kistu sem hann borgar sjálfur. Það er manndómur. Mottóið í dag er að lifa upp á náð og miskunn annarra. Leggja sem minnst af mörkum og fá sem mest.
Leiðin til að ná markmiðinu er að lýsa sig aumingja. 1. maí er hátíðisdagurinn. Dagurinn er auðvitað notaður til að stofna sósíalistaflokk. Nema hvað.
Færsluna má lesa hérna í heild sinni en sú lesning bætir litlu við þegar upp er staðið en hins vegar eru umsagnirnar því mun áhugaverðari því Jón Valur Jensson segir meðal annars að þetta sé nú ekki fallega gert.
En ljóst er að Páll hefur engin siðferðileg mörk í skrifum sínum og árásum á þá sem minnst mega sín í þessu þjóðfélagi.
Ekkert frekar en þeir sem borga honum fyrir svona óþveraskrif.
Skoðað: 5499