Kvartaði undan einelti í vinnunni og var rekin
Skoðað: 2712
Ung kona á Selfossi segir farir sína ekki sléttar eftir að hún fór á fund yfirmanna sinna í vinnunni til að kvarta undan einelti á vinnustað sínum af hálfu samstarfsfólks síns því tveim dögum síðar fær hú sent bréf þar sem henni er tilkynnt það að henn sé sagt upp störfum frá og með 1. des næstkomandi en að hennar starfskrafta sé ekki óskað frá og með móttöku bréfsins sem er dagsett þriðjudaginn 13. nóvember 2019.
Fyrirtækið sem um ræðir er Íslandspóstur sem svona kemur fram gagnvart því starfsfólki sem finnst á sér brotið og kvartar til yfirmanna sinna en á vef íslandspósts segir meðal annars að fyrirtækið sé hluti af Global Compact sem skuldbindur að fyrirtækið taki mið af stefnu þeirra og starfsháttum þannig að starfshættir séu í samræmi við tíu alþjóðlega viðurkennd grundvallarréttindi er varða mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og spillingu.
Með þátttöku í verkefninu geta fyrirtæki sem lykilaðilar hnattvæðingar stuðlað að því að markaðir, viðskipti, tækni og fjármál þróist á þann veg sem gagnast efnahagssvæðum og samfélögum hvar sem er. Með aðild sinni að Global Compact vill Pósturinn styðja við það stefnumið að fyrirtæki ástundi ábyrga og réttláta starfshætti á öllum sviðum starfsemi sinnar.
Fyrirtækið stærir sig af því að með þátttöku sinni í Global Compact virði það mannréttindi og sé ekki aðili að mannréttindabrotum en fyrstu tvær reglurnar um grundvallarréttindin tíu segir eftirfarandi:
1. Fyrirtæki skulu styðja og virða verndun alþjóðlegra viðurkenndra mannréttinda
2. Fyrirtæki skulu tryggja að þau séu ekki aðilar að mannréttindabrotum
Það ætti að vera nokkuð ljóst á bréfinu sem fylgir hér með til hliðar að sá sem skrifar undir bréfið, sem með öðrum orðum er bæði dónalegt og niðurlægjandi, Kjartan Flosason hefur ekki kynnt sér þær reglur sem lúta að mannréttindum með því að senda þetta bréf þar sem mannréttindi þessarar ungu konu eru fótum troðin á allan hátt.
Þess skal svo í lokin geta að Íslandspóstur er það sem kallað er OHF fyrirtæki en það þýðir Opinbert Hlutafélag er því alfarið í eigiu hins opinbera sem sér að öllu leiti um rekstur þess, skipar forstjóra og stjórn slíkra fyrirtækja.
Þó nokkuð af fólki hefur skrifað athugasemdir við stöðufærslu konunar og hvatt hana til að leita réttar síns eða þá með því að fara með söguna í fjölmiðla til að benda á það óréttlæti sem hún verður fyrir með uppsögninni eftir réttmæta kvörtun sína en aðrir benda á sambærileg atvik sinna nánustu, vina eða kunningja sem hafa fengið sparkið eftir að hafa kvartað við yfirmenn Íslandspóst.
Því miður virðist svo vera að mjög mörg fyrirtæki hagi sér svona komi upp kvartanir frá starfsfólki og því miður komast fyrirtækin upp með að reka þann sem kvartar því þeir treysta á það að fólk fari ekki í sín stéttarfélög og leiti réttar síns né heldur að fólk fari með sögu sína til fjölmiðla enda halda þau áfram að reka fólk sem kvartar af því þau komast upp með það óáreitt.
Skoðað: 2712