Kranablaðamennska, þöggun og hunsun á þörfu málefni
Skoðað: 3614
Vakin var athygli fjölmiðla á því að einn eldri borgari hefði sett í gang undirskriftasöfnun og það væri gott blaðaefni að taka viðtal við þennan eldri borgara. Netmiðillinn Lifðu núna tók ágætt viðtal við Erlu Mögnu en hinir fjölmiðlarnir þögguðu málið niður.
Öryrkjabandalagið hefur kynnt undirskriftasöfnunina vel innan sinna vébanda, söfnunin hefur einnig verið kynnt vel á Facebook síðum, ein 1/2 síðu auglýsing birtist í dagblaði, getið var um söfnunina í blaðagreinum Björgvins í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu en fréttatilkynningar sem sendar voru nokkrum fjölmiðlum birtust ekki. Þeim var stungið undir stól. Voru þaggaðar niður.
Það þarf að fara í mál við ríkið. Efna til undirskriftasöfnunar eða eitthvað enn róttækara. Mikill fjöldi eldri borgara og öryrkja hefur hringt í kjölfar blaðaskrifa og nánast allir hafa sagt þetta sama og Erla Magna. Það má því með sanni segja að grasrótin hafi sett þessa undirskriftasöfnun í gang. Erla Magna hafði ekkert fjármagn á bak við sig, ekki neitt stórt fyrirtæki eða félög, ekki neinn hóp manna, aðeins eigin huga, hönd og réttlætiskennd.
Á vefsíðu RÚV er skýrt tekið fram að RÚV er útvarp allra landsmanna, en þeir sem halda þessu fram hljóta að vera með kíkinn á blinda auganu, nema þeir séu eins og aparnir þrír og sjái hvorki né heyri. Það er margbúið að vekja athygli RÚV á undirskriftasöfnun Erlu Mögnu Alexandersdóttur og Björgvins Guðmundssonar undir yfirskriftinni “ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM” en samt er algjör þögn. Algjör hunsun. Rúv er ekkert útvarp allra landsmanna lengur ef það þá hefur nokkurntíma verið það og það er skömm að þessum vinnubrögðum og þessari hegðun.
Hvar eru allir hinir fjölmiðlarnir sem eiga að vera að flytja fréttir í almannaþágu?
Það heyrist ekkert í þeim.
Útvarp Saga hefur flutt viðtöl og fréttir af þessu en orðspor þeirrar útvarpsstöðvar er með þeim hætti að innan við 1% landsmanna hlustar á þá stöð.
Hvað með dagblöðin og vefmiðla sem telja sig ná til megin þorra landsmanna?
Af hverju þegja þeir?
Líka þeir sjálfstæðu og óháðu?
Stundin, Fréttablaðið, DV, MBL.
Aumingjaskapurinn, þöggunin og hunsunin gagnvart þeim þjóðfélagshópum sem verst standa á íslandi er algjör, ekki bara af hendi fjölmiðla heldur af landsmönnum öllum líka því þegar þetta er skrifað hafa aðeins rétt rúmlega 7. þúsund einstaklingar skrifað undir en á íslandi eru skráðir rúmlega 40. þúsund öryrkjar og aldraðir.
Ekki einu sinni þeir hópar geta staðið saman frekar en fyrri dagin sem er því miður alveg ömurlegt.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRIFA UNDIR!
Skoðað: 3614