Krafa um að Forseti íslands rjúfi þing

Skoðað: 5473

Ákall til Forseta Íslands.
Ákall til Forseta Íslands.

Svanur Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, skrifar á Fésbókarsíðu sína útskýringar á því hvernig Forseti Íslands getur skipt um ríkissjórn, rofið þing og boðað til nýrra kosninga.  Þetta vald Forseta hefur alla tíð verið ljóst frá stofnunun lýðveldis árið 1944 þó svo enginn forseti hafi hingað til beitt því  en eins og staðan í á Alþingi og í íslenskum stjórnmálum er orðin í dag er ekki annað sýnt en Forseti verði hreinlega að beita þessu ákvæði áður en það sýður endanlega upp úr hjá almenningi í landinu.

Einnig hefur verið komið af stað undirskriftarsöfnun þar sem Forsetinn er hvattur til að taka á þeirri spillingu sem grasserar á alþingi og sérstaklega innan ríkisstjórnarinar.

Kæri Ólafur Ragnar.
Ég, ásamt fleiri landsmönnum, vil vita hvernig þú ætlar að snúa þér í málefnum forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Þingið er vanhæft að margra mati. Það er í þínum verkahring að sjá til þess að það sé starfhæft og að spilling sé ekki viðhöfð. Ef þú metur það svo – að það sé ekki í lagi – má leysa þingið upp.

Ef hæstvirtur forsætisráðherra telur að í lagi sé að semja fyrir þjóðina öðrum megin en hefur aðra hagsmuni hinum megin þá hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að. Alveg sama hvort þú sért heiðarlegur eða ekki, þá gengur dæmið ekki upp því ég tel að um mjög alvarlegt trúnaðarbrot sé að ræða sem rekur fleyg milli landsmanna og Alþingis.

Ég hef beðið landa mína að senda bréf á forseti@forseti.is en vil nú ganga skrefinu lengra og stofna undirskriftarsöfnun til að sjá hversu margir landsmenn eru sammála mér.

Ætlar þú, Ólafur Ragnar, að taka ákvörðun? Ætlar þú, fyrir hönd landsmanna, að krefjast þess að fá að vita hvað er í gangi í þinginu?

Ég skora á þig.

Með vinsemd og virðingu,
Björgvin Þór Hólm

Undirskriftarsöfnunina má nálgst með því að smella hérna.

 

Ágætu FB-vinir !Hvernig forseti Íslands getur skipt um ríkisstjórn,rofið þing og boðað til nýrra Alþ…

Posted by Svanur Kristjánsson on 19. mars 2016

Skoðað: 5473

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir