Kaupmáttur lifeyrisþega verður neikvæður í fjárlögum 2021
Skoðað: 1675
Fjárlög fyrir árið 2021 hafa verið birt og verður það að segjast eins og er að ekkert kom þar á óvart enda sama gamla tuggan sem japplað hefur verið á allt kjörtímabilið endurtekin eina ferðina enn þar sem auðvaldið og einkageirinn fá mest í sinn hlut en almenningur minnst og lífeyrisþegar minna en ekkert.
Bjóst einhver við öðru?
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata var snöggur að sjá þetta og einnig falsið og lygarnar frá Bjarna Ben í fjárlagafrumvarpinu en Björn segir:
Ég rek strax augun í áhugavert vandamál:
“Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að prósentuhækkun bóta almannatrygginga, þ.e. elli- og örorkulífeyris, og bóta samkvæmt lögum um félagslega aðstoð verði 3,6% frá og með 1. janúar 2021. Hækkunin byggist á mati á áætluðum meðaltaxtahækkunum á vinnumarkaðinum í heild fyrir árið 2021.”Á sama tíma er á tveimur öðrum stöðum í frumvarpinu:
“Spáð er 5,2% hækkun launa” – á bls 104
Og:
“Samkvæmt mati á samningunum er áætlað að almennar launahækkanir á árinu 2021 verði um 3,6% að jafnaði og taka þær almennt gildi þann 1. janúar 2021. Því til viðbótar koma til aðrar hækkanir vegna breytinga á orlofsréttindum sem gera það að verkum að heildarhækkun launakostnaðar ársins 2021 verður um 4,0% á ársgrundvelli.”
Við þetta bætist lífskjarasamningurinn þar sem hækkanir eiga að vear hlutfallslega hærri fyrir lægri tekjuhópa. Þarna eru hinsvegar bætur samkvæmt almannatryggingum að hækka minna en launaþróun gerir ráð fyrir OG hlutfallslega minna en lægstu laun á sama tíma.
Finnst einhverjum öðrum þetta áhugavert? Amk miðað við fullyrðingu um að “verja lífskjör”.
Það þarf líka að athuga í þessu samhengi að með þessum aðgerðum Bjarna hvað lífeyrisþega varðar, þá eykst bilið milli lægstu launa og bóta almannatrygginga um að minnsta kosti sex þúsund krónur á ársgrundvelli en nú þegar er eru bætur almannatrygginga 80 þúsund krónum undir lágmarkslaunum.
Öryrkjabandalagið er ekkert að skafa utan af hlutunum í sínu áliti og minna á að ekki er að finna neina stefnubreytingu frá þeirri helstefnu að halda öryrkjum í fátækt, eins og segir í yfirlýsingu þeirra.
Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að finna neina stefnubreytingu frá þeirri helstefnu að halda öryrkjum í fátækt,” segir í harðorðri yfirlýsingu.
„Hafi einhver átt von á að í því frumvarpi leyndust efndir yfirlýsinga Katrínar sem stjórnarandstæðings, frá því fyrir um 4 árum, verður viðkomandi fyrir vonbrigðum.”
Þá segir að eftir þessa hækkun muni framfærsluviðmið almannatrygginga vera 265.044 krónur fyrir skatt sem muni skila tæpum 233 þúsund krónum í vasa örorkulífeyrisþega.
„Við leyfðum okkur að vona, en það er nú ljóst að engin breyting verður, fagurgali ríkisstjórnarinnar um að útrýma fátækt eru bara það, fagurgali. Enn eitt árið er öryrkjum haldið rígföstum í fátækragildru og enn breikkar bilið milli örorkulífeyris og lágmarkstekjutrygginar,“ er haft eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni ÖBÍ.
Hún segir að á næsta ári verði örorkulífeyrir enn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf.
Ljóst er að lífeyrisþegar þurfa enn að herða sultarólina í boði Katrínar, Bjarna og Sigurðar ásamt því fólki sem situr í ríkisstjórnarflokkunum, þvert á orð þeirra fyrir síðustu kosningar.
Fólk þarf alvarlega að fara að hugsa út í afleiðingar þess þegar það kýs yfir sig og þjóðina óheiðarlega lygara og svikara sem standa ekki við orð af því sem þeir lofa almenningi í landinu.
Það þarf að stoppa og það núna strax.
Skoðað: 1675