Karmað gefur forsætisráðherra á kjaftinn

Skoðað: 4877

Innrætið og réttnefnið á frönsku og íslensku
Innrætið og réttnefnið á frönsku og íslensku

Fátt er neyðarlegra en að skrifa í fjölmiðla stórkallalegar lýsingar á fólki án þess að nefna viðkomandi á nafn en fá það svo beint í andlitið að viðkomandi hafi verið að lýsa sjálfum sér niður í minnstu smáatriði.

Það gerðist hins vegar í morgunn, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skrifaði í Fréttablaðið hreint út sagt rosalegar lýsingar á manni sem hann nefndi ekki á nafn en allir vita að hann var að tala um Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar vegna yfirlýsinga Kára á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs þar sem hann fer hörðum orðum um störf hennar og fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins.

Enginn var betri í viðskiptum en hann en samt var ekki til meiri mannvinur, því hann mátti að eigin sögn ekkert aumt sjá. Það var líka sama hvaða sögur aðrir gestir sögðu, alltaf bætti hann um betur. Hann hafði gert merkilegri hluti, séð meira en aðrir og unnið stærri sigra. Hann taldi sig líka alltaf kunna betri brandara en hinir og sá því enga ástæðu til að leyfa öðrum að ljúka sínum skemmtisögum áður en hann kom með aðra betri.

Það sem topparar þrá umfram allt annað er athygli og því er ég eflaust að veita jákvæða styrkingu með því að svara slíkum manni. Hann mun sjálfsagt líta á það sem tækifæri til að útskýra að nú hafi sannast enn betur en áður hversu illa gefnir og illviljaðir stjórnmálamenn séu. Það er samt ekki hægt að láta það óátalið þegar maður sem talinn er gáfaður á sumum sviðum heldur fram hreinum ósannindum og nýtir um leið veikindi fólks til sjálfsupphafningar.

Síðan kemur það sem er svo óborganlega fyndið í þessu því þetta lýsir “topparanum alveg sérstaklega vel, því þarna byrjar Sigmundur sjálfur að “toppa”.

Gagnstætt því sem haldið er fram í nýjustu grein hins sérfróða athafnamanns ríkir ágæt samstaða um það bæði meðal almennings og stjórnmálamanna að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það hefur núverandi ríkisstjórn gert í meira mæli en fyrri ríkisstjórnir. Það sem af er kjörtímabilinu, sem er rúmlega hálfnað, hafa framlög til Landspítalans verið aukin um 30% (það er miðað við fjárlagafrumvarp og verður sjálfsagt enn meira samkvæmt rekstrarreikningi).

Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild. Geti sérfræðingurinn toppað það með því að benda á annað vestrænt ríki sem hefur aukið jafnmikið við framlög til heilbrigðismála á sama tímabili (eða nokkru öðru tímabili í seinni tíð) hvet ég hann til að benda á slík dæmi.

Það sem hins vegar er svo óborganlega fyndið og kaldhæðnislegt við þessa grein forsætisráðherra er sú staðreynd að allar lýsingarnar á stórkallagrobbinu sem “topparinn” á að hafa í frammi og lýsingarnar á hegðun viðkomandi eru þannig að það fyrsta sem almenningi dettur í hug er að þarna sé Sigmundur að lýsa sjálfum sér, því þessi hegðun er nákvæmlega sú sem hann hefur sýnt af sér í fjölmiðlum og í ræðustól alþingis hvað eftir annað eða í nánast hvert sinn sem hann tjáir sig.

Ef þetta heitir ekki að fá á kjaftinn frá karmanu, þá er verður einhver að upplýsa okkur um annað.

Skoðað: 4877

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir