Kaldhæðni eða kvikindisskapur Velferðarráðuneytisins?

Skoðað: 3616

Kaldhæðni eða kvikindisskapur?
Kaldhæðni eða kvikindisskapur?

Blásið skal til ráðstefnu á vegum Velferðarráðuneytisins þar sem ræða á um ofbeldi gagnvart öldruðum og hvernig sporna skuli gegn því.

Það er eiginlega furðulegt að það ráðaneyti sem stendur fyrir hvað mestu ofbeldinu gegn öldruðum skuli boða til ráðstefnunar en ráðuneytið sjálft, velferðarráðherra og fjármálaráðherra eru bæði sek um gengdarlaust ofbeldi gegn öldruðum í þessu þjóðfélagi með því að fara ekki að lögum um almannatryggingar um hækkun bóta almannatrygginga, grein 69 þar sem skýrt er kveðið á um hækkun bóta til handa öldruðum í samræmi við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Það er því spurning hvort þetta er kaldhæðni, kvikindisskapur eða hrein og klár siðblinda sem þarna ræður för og það ætti að vera hvatning til aldraðra að mæta á ráðstefnuna og láta heyra í sér svo um munar um þetta ofbeldi ráðuneytisins gegn þeim.

Dagsánna má sjá hérna.

Skoðað: 3616

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir