Jólabónus (desemberuppbót) óbreyttra þingmanna slagar upp í mánaðarlaun lífeyrisþega

Skoðað: 8726

Stöðugur ójöfnuður í gangi og eykst bara með hverjum deginum sem núverandi ríkisstjórn situr að völdum.
Stöðugur ójöfnuður í gangi og eykst bara með hverjum deginum sem núverandi ríkisstjórn situr að völdum.

Það er orðið nokkuð ljóst að á meðan aldraðir og öryrkjar þurfa að slafra í sig núðlum, spaghetty eða hafragraut um jólin, það er að segja þeir sem hafa þá efni á því að kaupa þessar munaðarvörur, þá fá þingmenn og æðstu stjórnendur landsins feitan jólabónus.

Eins og áður hefur verið komið inn á hér á Skandall.is, þá hækka laun óbreytts þingmanns um um rúmlega 60. þúsund, afturvirkt um 10 mánuði og að auki fá þessi grey jólabónus, desemberuppbót á launin sín þann fyrsta des að upphæð 169.746,- krónur.  Þess má að gamni geta að öryrki sem fær eingöngu bætur frá Tryggingastofnun Ríksins fær rúmlega 172. þúsund þegar búið er að rífa af honum skatta og opinber gjöld en þegar jólabónusinn kemur ofan á, þá slefar þetta í rétt rúmlega 180. þúsund útborgað eftir skatta og gjöld.

Það verða því vel feit jól hjá ráðafólki þessarar þjóðar meðan lífeyrisþegar þurfa að höggva fleiri göt á sultarólina tll að geta hert hana enn frekar.

Skoðað: 8726

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir