Útskýringar fyrir treggáfaða þingmenn ríkisstjórnarflokkana
Skoðað: 6345
Í framhaldi af þeirri umræðu sem fer fram á alþingi um fjárlögin hefur hvað eftir annað komið í ljós að þingmenn ríkisstjórnarflokkana eru annað hvort svona gífurlega illa upplýstir af þingflokkum sínum um kjör lífeyrisþega á íslandi eða þá að þeir eru eins og aparnir þrír, sjá ekki, heyra ekki og segja aldrei satt því þegar maður fylgist með umræðunum þá halda þeir áfram að tönnlast á tölum sem eiga sér í raun engar stoðir í raunveruleikanum, af því það “hentar” ekki ríkisstórninni.
Einn þeirra þingmanna virðist þó hafa séð að hann hefur verið blekktur af flokksfélögum sínum og logið að honum, beðist afsökunnar hefur sagst ætla að kjósa með því’að lífeyrisþegar fái afturvirkar hækkanir eins og stjórnarandstaðan hefur talað fyrir.
Nú skulum við setja þetta í einfalt samhengi og sjá raunverulegar staðreyndir um þá stöðu sem lífeyrisþegar eru í nú til dags.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2013, var öryrki í sambúð með tekjur einvörðungu frá Tryggingastofnun upp á 162.418,- krónur útborgað. Þessar tekjur eru skattskyldar því heildarupphæðin er 181.769,- krónur.
Skatturinn hirðir svo 19.351,- krónur en ætti að sjálfsögðu ef allt væri eðlilegt í þessu landi 0,- krónur enda eru skattleysismörkin allt of lág en í dag eru þau rúmlega 140. þúsund krónur og það segir sig sjálft að það verið að skattleggja allra lægstu tekjur í landinu, tekjur sem eru undir fátæktarmörkum.
Ef allt væri hér með feldu, þá væru stjórnvöld búin að hækka þessi skattleysismörk í það minnsta í 300. þúsund krónur til að koma á móts við tekjulægstu hópana í landinu, fólkið sem nær ekki endum saman öðruvísi en að þræla í 16 tíma á dag og nánast allar helgar að auki.
Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hafa bæturnar hækkað um 6,6%, eða ef við tölum um staðreyndir í krónum og aurum, heilar 12.193,- krónur á tveimur árum. Þannig verður heildar hækkunin úr 181,769,- krónur í 193.942,- krónur, FYRIR SKATTA! Eftir standa þá rúmar 178. þúsund útborgaðar. Útreikningarnir sem stuðst er við eru fengnir frá Tryggingastofnun Ríkisins og má sjá með því að smella hérna og skrolla niður í töfluna sem þar er.
Hvaða heilvita manni dettur það í hug að fólk geti komist af á þessum tekjum þegar allar nauðsynjar hafa hækkað í verði vegna aðgerða stjórnvalda í skattamálum?
Á meðfylgjandi mynd má síðan sjá þær skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur skellt á láglaunahópana frá því hún tók við.
Hér má augljóslega sjá að þetta hefur svo sannarlega ekki verið til að bæta hag öryrkja og aldraðra enda er þessi hækkun á nauðsynjum velt beint út í verðlagið og ekki nóg með það að þessi virðisaukaskattshækkunn hefur orðið til þess að rýra kjör lífeyrisþega mjög mikið.
Ekki bætti síðan verndartollurinn sem lagður var á kjöt og mólkurvörur erlendis frá kjörin því kaupmenn sjá þar tækifæri til að græða á tá og fingri því lífeyrsþegar hafa ekki lengur efni á því að kaupa kjöt því það er orðið þrisvar sinnum hærra en í nágranalöndunum vegna þessara tolla.
Björn Birgisson tók saman upplýsingar um hver hækkunin yrði í útgjöldum heimilisins miðað við gefnar forsendur og niðurstöður hans eru nokkuð sláandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og það var ótrúlegt að hlusta á stjórnarliða reyna að halda því fram þetta væri til að bæta kjör og afkomu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í þessu þjóðfélagi.
Hvernig í ósköpunum hægt var að fá það út skyldi ekki nokkur hugsandi einstaklingur.
Síðan er það framfærslan sem velferðarráðuneytið hefur látið reikna út fyrir lífeyrisþega.
Það má velta því fram og til baka hvað þarf að taka inn í slíka útreikninga, en ef við skoðum meðfylgjandi mynd, þá sjáum við staðreyndir sem er ekki hægt að þræta fyrir hvað fólk raunverulega til mánaðarlegrar framfærslu FYRIR UTAN HÚSNÆÐISKOSTNAÐ!
Til að sjá síðan hver raunveruleikinn er þegar búið er að taka inn í þetta húsaleigu, þá hækkar þessi upphæð um 100 til 130 þúsund.
Þá má að lokum benda þeim þingmönnum ríkisstjórnarflokkana á þá einföldu staðreynd, að það var vitnað í gögn á þessum vef í umræðum í gær, 10. des, þar sem þau gögn eru einmitt fengin frá Tryggingastofnun Ríkisins, Velferðarráðuneytinu, Hagstofunni og fjármálaráðuneytinu. Gögn sem tekin voru tekin saman af Öryrkjabandalaginu til að sýna fram á trúverðugleika þeirra en formaður fjárlaganefndar gjörsamlega trylltist í umræðunni um fjárlög, vegna þeirra staðreynda komu þar fram og hreinlega gargaði með hortugheitum og dónaskap hversu ógeðslegt henni þætti að það væri verið að vitna í einhverja “bloggara” út í bæ sem væru algjörlega ómarktækir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vitnaði í þetta í ræðu sinni.
Síðan má hlusta á formann fjárlaganefndar sleppa sér gjörsamlega vegna þeirra staðreynda sem settar eru fram í pistlinum sem LIlja las upp úr og eru fengnar, eins og áður sagði, frá opinberum stofnunum.
Hlustið endilega á Vigdísi Hauks, formann fjárlaganefndar.
Það eru engar hækkanir í júní 2014, því lýgur Vigdís blákalt og enn vitna ég í töfluna frá ÖBÍ sem er í fyrri pistli hér á vefnum.
Lilja svarar svo í lokin.
Að lokum ætla ég að láta þetta fylgja með eina mynd með upplýsingum sem allir þingmenn og ráðherrar ættu að hafa til hliðsjónar hvernig hægt er þekkja siðblindingja á nokkrum einföldum atriðum.
Hafið það bak við eyrað.
Skoðað: 6345