Tryggingastofnun ætlar ná vöxtunum til baka af eldri borgurum

Skoðað: 3687

Monningar

Það er hreint með ólíkindum að horfa upp á hegðun Tryggingastofnunar Ríkisins í málefnum aldraðra sem áttu að fá skaðabætur vegna ólögmætra skerðinga vegna janúar og febrúar 2017 eins og landsréttur kvað á um í úrskurði sínum.

Móðir Ingu Sæland fór í mál vegna þess og fékk dæmda dráttarvexti = skaðabætur vegna vangreiddra bóta og fékk hún það greitt að fullu en þeir sem ekki fóru í dómsmál fá aðeins greidda vexti = fjármagnstekjur og verða því fyrir skerðingum vegna þess.

Hulda Björnsdóttir tekur aðeins á þessu máli á bloggsíðu sinni en þar segir hún eftirfarandi:

Ég hélt að þetta væri prófmál og niðurstaða dómsins, að undanskildum tölum einstaklingsin, ætti við alla sem þessi lög brutu á.

Ég skil ekki hvernig málshöfðandi fær dráttarvexti en aðrir venjulega vexti.

Hvaða munur er á mér og málshöfðanda?

Við vorum báðar látnar sæta skerðingum vegna lífeyrissjóðstekna fyrir janúar og febrúar 2017 vegna lögleysu.

Við fengum báðar leiðréttingu vegna ólöglegu skerðinganna þessa 2 mánuði.

Hún fékk dráttarvexti og ég fékk vexti.

Hún fékk skaðabætur en ég fékk fjármagnstekjur!

Er þetta bara allt í lagi?

Hvað segir Flokkur fólksins, Félag eldri borgara, Landssamband eldri borgara, Samfylkingin, Formaður Velferðarnefndar og fleiri sem málið kemur við?

Það er með hreinum ólíkindum að TR skuli taka á þessu með þeim hætti sem stofnunin gerir og þetta getur varla talist löglegt þegar upp er staðið enda er þetta ekkert annað en mismunun á rétti fólks.
Þetta er eins og að rétta öllum eina kökusneið en bara sá eini sem kærði fær að halda sinni en hjá hinum er helmingurinn skorin af og settur aftur á kökubakkann.

Það er alveg ástæða til að biðja löglærða einstaklinga að skoða hvort þetta geti hreinlega staðist lög að Tryggingastofnun Ríkisins hagi sér með þessum hætti og einnig ætti að taka þessa umræðu fyrir á alþingi og fá kristalskýr svör frá ráðherrum enda óþolandi að horfa upp á svona mismunun, óréttlæti og hreint út sagt, dónaskap og siðleysi.

Skoðað: 3687

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir