Þrír dagar í einangrun vegna þjónustuleysis Sjúkratryggina.
Skoðað: 4291
Enn hleðst í sarpinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og í þetta sinn er það sprungið dekk sem ekki er hægt að laga vegna frámunalega heimskulegra reglna Sjúkratryggina.
Nú er það svo að þó að það séu sömu dekk undir hjólastólum og eru undir reiðhjólum þá þarf samt sem áður að sérpanta dekkin undir þá þar sem reiðhjólaverkstæði eru ekki viðurkenndir birgjar hjá Sjúkratryggingum.
Skessuhorn fjallar um málið þar sem um er að ræða mann að nafni Andrés Ólafsson en hann býr á Hvanneyri í Borgarfirði og hann segir að þjónustan hafi farið hríðversnandi og þjónustustigið og eftirfylgni sé mun lakari en áður var og fari bara versnandi.
Eftir bílveltu fyrir tíu árum hefur hann verið bundinn í hjólastól. Andrés á bíl og getur ekið þangað sem hann vill, en er engu að síður háður útistólnum, sem hann segir í hlutverki fótanna í hans tilfelli, án stólsins komist hann ekki út úr bílnum og ferða sinna. Fyrir þremur dögum sprakk á dekki undir útistólnum hans Andrésar. Á þriðjudagsmorgun hringir hann í Sjúkratryggingar Íslands, stofnunina sem tekið hefur yfir hlutverk Hjálpartækjabanka Tryggingastofnunar. Í ljós kom að varahluturinn var ekki til hjá stofnuninni og reiðhjólaverkstæði eru ekki viðurkenndir birgjar hjá Sjúkratryggingum. Dekk undir útihjólastól eru þau sömu og undir reiðhjólum.
Restina af fréttinni má lesa með því að smella hérna.
Skoðað: 4291