Hjólastólarallý niður Kambana í kvöld
Skoðað: 2972
Fyrsta janúar árið 2018 fékk hún svo heiftarlegt kast af sínum sjúkdómi að hún missti sjón, heyrn og mál í nærri 28 vikur auk þess að lamast nánast algjörlega í andliti.
Í dag, 5. ágúst 2019 ætlar þessi hörkuduglega kona að hefja ferðalag til að vekja athygli á því ástandi sem orðið er í heilbrigðismálum á íslandi og þeim ömurlegu aðstæðum sem fatlaðir þurfa að berjast við á hverjum einsta degi allan ársins hring.
Klukkan 17:00 í dag byrjar æfintýrið við Olís hjá Rauðavatni þar sem fólk kemur saman og skiplagningin verður kláruð en meiningin er að ralýið niður Kambana hefjist á slaginu klukka sex í kvöld á Kambabrún og rúllað verður niður í Hveragerði í þessum fyrsta hluta ferðar sem kemur til með að spanna 111 kílómetra á handaflinu einu saman en þann 7. ágúst ætlar þessi hörkukona, sem bundin er í hjólastól, að leggja af stað aftur frá Sunnumörk í Hveragerði og enda ferðina við Skógarfoss.
Konan heitir Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir og færsluna í heild sinni má lesa hér að neðan.
Skoðað: 2972