Bundin í hjólastól en sjúkratryggingar neita henni um hjólastól

Skoðað: 4351

Sjúkratryggingar Íslands. Sérhagsmunasamtök Sjalla.
Sjúkratryggingar Íslands. Sérhagsmunasamtök Sjalla.

Enn einu sinni rekur mál sem varðar Sjúkratryggingar Íslands á fjörur okkar.
Nú er um að ræða konu sem kemst ekki ferða sinna nema í hjólastól vegna lömunar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, bæði frá henni sjálfri sem og hennar lækni fær hún hverja synjunina á fætur annari.
Í facebookfærslu sem hún setti á netið í morgunn segir hún eftirfarandi sögu:

Jæja, þá var læknirinn að hringja, hann er búinn að ræða við Tryggingalækni Tr sem gaf honum “ástæðu” synjunar á bílastyrk. Þar sem SÍ (Sjúkratr. Íslands) Hafna mér hjólastól, hafna þeir bílastyrk, en SÍ hafnar beiðni á hjólastól og búnaði í bílinn þar sem TR hafnar beiðni minni um bílastyrk!!! Læknirinn ætlar að senda enn eitt vottorðið til SÍ og sækja aftur um hjólastól fyrir mig. Hann skilur ekki frekar en ég hvernig þetta getur staðist og þeir bent á hvorn annan, báðir undir sömu lögum, undir Velferðaráðuneyti Íslands!!! Hvað tekur við?
– Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta!

Hægt er að lesa færsluna og umsagnir við hana hérna, en það er hreint út sagt til háborinar skammar hvernig þetta kerfi er orðið því áður voru Sjúkratryggingar Íslands hluti af Tryggingastofnun Ríkisins og þá gengu hlutirnir nokkuð eðlilega fyrir sig.  Eftir að þetta var slitið í sundur og gert úr þessu tvær stofnanir þar sem eru tveir forstjórar og tvær stjórnir, þá er gjörsamlega búið að eyðileggja allt sem heitir velferð í kringum þetta allt saman því þetta er orðið svo flókið og óaðgengilegt að meira að segja fullfrískt fólk skilur ekki hvernig þetta virkar og fæst af því starfsfólki sem vinnur hjá þeim segir að þetta sé svo flókið og þungt að það skilji það ekki einu sinni sjálft.

Hvernig eiga þá öryrkjar og aldraðir að skilja þetta eða ráða við að sækja rétt sinn hjá þeim?
Rétt sem þessir hópar eiga lögum samkvæmt að fá án þess að standa i margra vikna eða mánaða stríði við þessar stofnannir sem eru orðnar svo mannfjandsamlegar að helst mætti líkja við leyniþjóðnustur gömlu austantjaldsríkjana, KGB og STAZI þar sem fólk er tekið í þriðju gráðu yfirheyrslu út af nánast engu.

Það þarf að taka til í þessu kerfi og breyta því þannig að það þjóni þeim tilgangi sem upphaflega það var búið til, að hjálpa og styðja þá sem þurfa að leita til þess en ekki sýna þá framkomu og mannfjandsamlegu hegðun sem það gerir í dag.

Skoðað: 4351

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir