Hver og einn einstaklingur þarf að höfða mál á hendur TR til að fá réttlæti sinna mála
Skoðað: 4248
Það er hreint með ólíkindum að Tryggingastofnun Ríkisins skuli voga sér að kalla þá sem þiggja þjónustu þessarar stofnunar, skjólstæðinga sína þegar þessi stofnun gerir varla annað en að níðast á fólki sem neyðist til að nota þjónustu hennar, ýmist vegna aldurs eða örorku.
Nú er það nýjasta að þeir eldri borgarar sem fengu “leiðréttingu” sinna mála vegna vangreiddra bóta í janúar og febrúar árið 2017 neyðast til að fara í mál við stofnunina til að fá leiðréttingu sinna mála þrátt fyrir dóm landsdóms þar sem kveðið var upp úr að skerðingin væri ólögmæt og stofnunni bæri að greiða þessu fólki skerðinguna til baka og vexti að auki.
En af því vextir eru skilgreindir sem fjármagnstekjur þá rífur Tryggingastofnun alla vextina af þeim sem fengu nema móður Ingu Sæland þar sem hún fékk dráttarvexti en þeir eru skilgreindir hjá RSK sem skaðabætur og þar með sleppur hún við skerðingarnar af þeim.
Nú er komið í ljós í umræðum millum Huldu Björnsdóttur og Guðmundar Inga Kristinssonar að hver einasti eldri borgari sem fékk endurgreitt plús vexti þarf prívat og persónulega að fara í mál við TR því mál móður Ingu Sæland var ekki fordæmisgefandi og því getur TR hagað sér eins og þeim sýnist í þessu og kallað skaðabæturnar “vexti” og þar með fjármagnstekjur og rifið það litla sem þetta fólk fær af því aftur.
Tryggingastofnun ætlar ná vöxtunum til baka af eldri borgurum
Þar sem ekki er hægt að deila stöðufærslunni og samtali þeirra hingað inn á síðuna vegna friðhelgisstillinga þá leyfum við okkur að afrita samtal þeirra Guðmundar og Huldu hingað inn svo þeir sem sjá þetta ekki á facebook geti lesið útskýringar Guðmundar Inga.
Guðmundur Ingi Kristinsson Landsdomur visar í stjórnarskrá og hún er æðri en almannatryggingalogin. Því má kæra þetta til úrskurðarnefnd.
Hulda Bjornsdottir En Guðmundur, þarf þá hver og einn að kæra til úrskurðarnefndarinnar? Mér finnst þetta alveg ótrúlegt mál og lýsa einhverju annarlegu kerfi sem ríkir innan Tryggingastofnun ríkisins.
Guðmundur Ingi Kristinsson Hulda Bjornsdottir já því miður og svona hefur fjórflokkunum tekist að brjóta á lífeyrislaunaþega hjá TR í áratugi.
Hulda Bjornsdottir Guðmundur Ingi Kristinsson Þetta er alveg með eindæmum. Fullt af fólki sem eru eldri borgarar hafa ekki tölvur eða aðgang að þeim. Margir eldri borgarar treysta sér ekki í svona mál. Er ekki hægt að gera þetta með einhverjum hætti fyrir alla? Þarft þú ekki að vekja athygli á þessu máli á Alþingi? Ég er að skoða ferlið til þess að komast inn hjá Úrskurðarnefndinni og það eitt er ekki fyrir hvern sem er. Ég er alveg undrandi. Ástæða þess að ég er að argast í þessu er óréttlætið. Ég á eiginlega ekki til orð og þá er langt gengið!
Guðmundur Ingi Kristinsson Hulda Bjornsdottir því miður kerfið er gert svona flókið viljandi og þess vegna hefur Flokkur fólksins lagt fram frumvarp um að hætta skerðingum og vera með einfalt auðskilið almannatryggingar kerfi.
Hulda Bjornsdottir Guðmundur Ingi Kristinsson Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Þetta er svo fáránlegt. Þetta vaxta mál er eitt og sér eitthvað sem þarf að taka á nú þegar.
Guðmundur Ingi Kristinsson Hulda Bjornsdottir mun pottþett halda áfram að benda á þetta í ræðustóli Alþingis.
Hulda Bjornsdottir Guðmundur Ingi Kristinsson Takk. Margir eldri borgarar hafa ekki íslykil og fleira sem þeir þurfa að geta gert áður en þeir komast inn til þess að leggja fram kæru hjá Úrskurðarnefndinni.
Guðmundur Ingi Kristinsson Hulda Bjornsdottir já til hvers að vera með kærunefnd úrskurðarmala TR, heldur bara fara að lögum.
Hulda Bjornsdottir Nú er ég búin að stofna kærumál og er strand. Vonandi finn ég einhvern sem getur aðstoðað mig við málið. Þegar ég er búin get ég sett inn leiðbeiningar fyrir aðra. Þetta er argasta flækja og ekkert annað.
Guðmundur Ingi Kristinsson Hulda Bjornsdottir já gangi þér vel, en því miður dugar ekkert annað en dómstólar á TR.
Það er ekki hár siðferðisstandardinn hjá þessari stofnun þegar upp er staðið og mannhatrið í garð þeirra sem þurfa að sækja þjónustu þessarar stofnunar og vesældómur þeirra sem þar stjórna með hreinum ólíkindum.
Skoðað: 4248