Hver er ábyrgð lækna að senda ekki inn vottorð til TR sem verður til þess að öryrkjar missa bæturnar í allt að sex vikur?

Skoðað: 5296

Sveitarfélögin dæma fólk til fátæktar og eymdar með framkomu sinni og handónýtu “velferðarkerfi”.

Enn ein færslan á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur er í þeirri stöðu að missa tekjurnar frá Tryggingastofnun vegna þess að læknir sem tók að sér að endurmeta örorku sjúklings, sendi ekki vottorðið inn til Tryggingastofnunar í tíma.  Þar með falla bæturnar hjá viðkomandi einstaklingi niður og kostar hann þar að auki óteljandi ferðir og viðtöl auk þess að sækja um örorkuna upp á nýtt hjá TR.

Já, nú er ég opinberlega húsnæðislaus!
Samningslaus í íbúð sem ég þarf auðvitað að borga leigu fyrir, eðlilega, en vegna samningsleysis fæ ég engar húsaleigubætur. Gæti væntanlega fengið að vera hér út júní en hef ekki efni á því ef ég ekki hef húsaleigubætur.
Átta og hálfs árs bið eftir varanlegu húsnæði hjá borg og bæ hefur skilað mér hingað.

Til að bæta gráu ofan á svart fékk ég svo ekki ‘launin’ mín frá Tryggingastofnun ríkisins. Og gæti þurft að bíða í 4-6 vikur eftir því. Þökk sé lækni á heilsugæslustöð hér í Hafnarfirði sem klikkaði á að senda inn vottorð vegna endurmats á örorku minni.
Sit þess vegna, skjálfandi úr kvíða og vonleysi, get ekki borgað leigu og/eða aðra reikninga og sé ekki fram úr þessu verkefni.
Svefnlaus á bæn.

Það hlýtur að vera hreint helvíti að missa nánast allar, ef ekki allar tekjurnar vegna þess að læknar sem skrifa út vottorð, skila þeim ekki á tíma til TR.  Að sjálfsögðu ættu læknar að vera skildugir til þess að skila af sér öllum vottorðum í lok vinnudags og senda þau út til þeirra stofnana sem eiga að fá þau.

Þetta verður svo aftur til þess að auka kvíða og þunglyndi hjá því fólki sem verður fyrir því að lenda í svona læknum sem eru ekki starfi sínu vaxnir.
Þessi kona sem um ræðir í þessu tilfelli biðlar til vina sinna að aðstoða sig svo hún geti í það minnsta mjatlað eitthvað upp í leiguna svo hún lendi ekki á götunni enda ekki með húsaleigusamning og fær þar af leiðandi enga húsaleigubætur.

Skil, í bjartsýni og einlægri von, eftir reikningsnúmerið mitt hér neðst. Kannski á einhver afgangs aur sem hann væri til í að deila með sér, svo ég nái að mjatla einhverju inn á leiguna þó ekki væri annað.
Þetta kallast eflaust hjá einhverjum ‘betl’ og verður þá bara að vera það.

0331-26-301269
kt: 301269-4209

Þetta er ekki betl eins og hún kallar það hér að ofan heldur er þetta ákall um hjálp til að geta haldið húsnæðinu í einhvern tíma en hún gæti mögulega fengið að vera þar út júní.  Hún er búin að bíða eftir félagslegu húsnæði í átta ár en ekki fengið frekar en svo margir aðrir.

Stjórnvöld eru bæði blind og heyrnarlaus, hvar sem er komið er að í kerfinu og hlusta ekkert á raddir almennings í landinu enda svo komið að ráðamenn eru svo mörgum stöllum ofar hinum almenna borgara að þeir hvorki sjá né heyra til þeirra.

Hvað þá þeirra sem eru í neðstu þrepunum og flokkast sem öryrkjar og aldraðir.  Þar eru ljósár á milli.

Skoðað: 5296

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir