Húsbrot sýslumanns um hábjartan dag
Skoðað: 31954
Fékk þessa sögu senda og ætla að lofa ykkur að heyra hana líka.
Það þarf að segja frá hvað er að gerast því annars höldum við öll að við séum bara svo fá sem erum að lenda í þessu ógeði sem er verið að bjóða landsmönnum upp á. Sameinuð stöndum vér.
Hér er sagan eins og hún kom til mín:
“Mér langaði bara segja frá máli sem gerðist í morgun, það var þannig að ein vinkona mín hringir grátandi í mig í morgun þar sem sýslumaður og hans föruneyti börðu harkalega á útidyrahurðina hjá henni og þegar hún opnaði þá ruddust þau inn með látum og sögðust vera að selja íbúðina hennar vegna ógreiddra skulda, nema það að hún var búin að greiða skuldirnar sínar í vikunni, hún segir þeim að hún væri búinn að borga og þá spyrja þeir um kvittanir. Hún fer að sækja kvittanirnar en þegar hún gerir það þá byrja þau að labba inní eldhús og kíkja sig um, þannig að hún svolítið reið, bað þau um að fara aftur inná gang. Hún kemur með kvittarnirnar til þeirra og lögfræðingur sem var með þeim hringir í íbúðalánasjóð og hún heyrir í símanum þar sem er sagt við lögfræðingin að þau ættu ekki að vera þarna þar sem það væri búið að ganga frá öllu. Þá sneru þau sig við og ruku í burtu án þess að biðjast afsökunar eða neitt, bara löbbuðu út.
Hún var alveg í sjokki þar sem sonur hennar átti afmæli þennan dag og hugsaði með sér ef synir hennar hefðu ekki verið í skólanum hefðu þeir þurft að horfa uppá þetta, hvað þá ? hvernig hefði þeim liðið ?
Mér finnst eins og þetta sé orðið eins og ógeðslegt fasista ríki, geta ekki einu sinni beðið á meðan hátíð er í gangi hjá fólki. Og svo tala ég nú ekki um rudda skapinn og biðjast síðan ekki afsökunar þegar þeir sá að þeir gerðu vitleysu. Og ég spyr líka nú var EFTA dómstóllinn að dæma að lánin væru ólögleg en íslenskir dómstólar eiga eftir útkljá það,hafa þeir þá einhvern rétt að ganga svona að fólki ? Mér finnst bara þeir hafa engan rétt fyrr en það er búið að dæma og lagfæra þessi ólöglegu lán.
Ég bara spyr.”
Skoðað: 31954