Hóflegar hækkanir launa hverra?

Skoðað: 2930

Þeir sem raunverulega eiga ísland.
MYND: Stundin.is

Hvað eru hóflegar hækkanir launa?
Varla nema von að spurt sé að því þegar horft er til launahækkana stjórnmálamanna, bankastjóra, forstjóra og stjórnenda ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.
Meira að segja laun íslenskra bæjarstjóra eru hærri á íslandi en laun borgarstjóra í erlendum stórborgum.

Nú stígur formaður Samtaka Atvinnulífsins á stokk og predikar að venju um að launafólk verði að sýna sanngirnir og stilla kröfum sínum hóf, sanngjarnar launahækkanir í komandi kjarasamningum séu forsenda þess að öllum farnist vel og það má ekki koma af stað óðaverðbólgu og vaxtaskriði, en það muni óhjákvæmilega gerast ef laun almennings hækka of mikið.

En hvað eru sanngjörn laun?
Eru það laun sem dekka nauðsynleg útgjöld hjá launafólki eða eru það laun sem gera fólki kleyft að eiga sér eitthvað líf utan vinnu?
Það hlýtur að vera eðlileg krafa alls launafólks að geta unnið 35 til 40 tíma á viku og átt fyrir öllum nauðsynjum plús þaki  yfir höfuðið en þurfa ekki að vinna 120 tíma á viku til að rétt skrimta á skrípaskeri eins og staðan er í dag hjá allt, allt of mörgum.

Það er hreint og beint ógeðslegt að sjá hvernig sumt fólk mokar til sín fjármunum úr sameiginlegum auðlindum landsins í eigin vasa með dyggri aðstoð stjórnvalda en þetta sama fólk harðneitar að deila þessum auði með starfsfólkinu sem skapar hann, sbr. sjómönnum, fiskvinnslufólki, verkafólki og fleiri lágtekjustéttum í landinu sem þarf, eins og áður er sagt, að vinna í tveim til þrem vinnum til að komast af á þeim launum sem boðið er upp á í dag.

SA og stjórnvöld þurfa að stíga niður af þeim stalli sem þau hafa búið sér í fílabeinsturninum og tala við fólkið sem er á lægstu launum í landinu í stað þess að tala stöðugt niður til þess eins og vanin er að gera í dag en launþegar fá ekkert að koma að endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis enda telja ráðherrar ríkisstjórnarflokkana að það sé ekki í verkahring launþegarhreyfingana að koma að þeirri vinnu.
Hroki, sjálfbirgingsháttur og dónaskapur þessa fólks við almenning er þessu fólki til háborinar skammar og sýnir og sannar að það ber ekkert skynbragð á kjörum almennings í landinu enda væri það ótrúlegt ef svo væri, fólk með 1,5 milljónir á mánuði í laun og upp í um fimm milljónir meðan lægstu laun eru um eða undir 300. þúsund krónum og bætur almannatrygginga oft undir 200 þúsund krónum.
Heyrst hefur af fólki sem fær meira að segja undir 100 þúsund krónum á mánuði frá niðurlægingarstofnun ríkisins.

Það lítur út fyrir að aðeins eitt geti komið því til leiðar að þessir gráðugu frekjuhundar sem graðka til sín milljónahundruð og jafnvel milljarða á hverju ári af vinnuframlagi starfsfólks síns án þess að veita því hlutdeild í hagnaðinum, þufri að upplifa það að starfsfólkið fari í verkföll þannig að öll framleiðsla leggist af og þar með hætti tekjur að koma inn í fyrirtækin.  Gallinn er bara sá að þeir munu aldrei sjá að sökin er þeirra en ekki starfsfólksins enda munu þeir kenna starfsfólkinu um í stað þess að horfast í augu við sjálfa sig, eigin frekju og græðgi, siðblindu og óheiðarleika.

Gráðuga hyskið á íslandi.

Meðfylgjandi mynd hér til hliðar segir í raun allt sem segja þarf um þetta fólk þegar það situr á fjallháum peningastaflanum og sakar starfsfólkið um frekju þegar eina krafan er að fá greidd sómasamleg laun sem það getur lifað af á meðan frekjuhaugarnir og siðblindingjarnir moka stöðugt undir eigið rassgat en gefa ekkert frá sér til samfélagsins sem þeir búa í.

Talandi um afætur af verstu tegund eða hreinlega bara mítla sem ekki bara blóðsjúga almenning og þjóðfélagið heldur spýta í það eitri líka.

Skoðað: 2930

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir