Heilaspuni ritstjóra um ráðalausa ráðherra og getulausa ríkisstjórn
Skoðað: 2218
Í ekki svo gömlum frásögnum er alltaf talað um reykfyllt bakherbergi þegar verið er að plotta með málefni sem þola illa dagsljós en nú til dags er þetta allt orðið breytt og tíðarandinn annar.
Hefjum söguna.
Í björtu herbergi í ráðherrabústað í miðborg Reykjavíkur hafa komið saman ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til skrafs og ráðagerða enda er komin upp sú staða í íslensku þjóðfélagi að almenningur gerir þá kröfu að þeir sem lægstar hafi tekjurnar fái einhverjar kjarabætur frá þeim sem stjórna landinu. Krafan hefur lengi verið sú að skattleysismörk séu hækkuð, bætur almannatrygginga nái í það minnsta upp að viðmiðum velferðarráðuneytisins um lágmarks framfærslu og að skerðingar almannatrygginga verði aflagðar enda vilja flestir meina að þær séu ekkert annað en þjófnaður á þeim fjármunum sem fólk fær úr lifeyrissjóðum og séu brot á mannréttindum svo fátt eitt sé nefnt.
Ráðherrararnir sitja við borð og stara tómum augum hver á annan og enginn vill hefja máls á því sem þarf að ræða enda eru þau hrædd við viðbrögð hvers annars enda hafa sumir þeirra sýnt af sér slíka heift í málflutningi sínum á þinginu að Kata og Siggi eru skíthræddi við að Bjarni muni hreinlega slíta stjórnarsamstarfinu ef þau reyna að andmæla honum. Svandís er þó aðeins kjarkaðri en lúffar þó alltaf um leið og hann hvessir sig eða horfir með þeim fyrirlitiningar og hrokasvip á hana sem honum einum er lagið þegar hann einn hefur rétt fyrir sér, að hans mati.
Það er enginn reykur í þessu herbergi. Það er bjart og sólstafir skína inn um gluggana og sjást vel þar sem sól er farin að lækka á lofti enda komið fram í september og fíngert ryk sem hefur náð að smeygja sér inn um opna glugga sýnir greinilega að svifrykið snertir alla óháð þjóðfélagsstöðu, kyni eða aldri.
Katrín tekur til máls og segir:
– Það er ekkert með það. Við verðum að finna nýjar leiðir til að auka tekjur ríkisins. –
Kliður fer um herbergið og einhverjir tauta ofan í klofið á sér að það sé alveg rétt.
Allt í einu ljómar Siggi upp og segir:
– Vegatollar! –
– Við reyndum á síðasta ári að setja vegatolla á vegi inn og út úr borginni en núna skulum við setja vegatolla á allar stofnæðar innan borgarinar. Þannig getum við náð inn miklu meira fjármagni og vinir okkar, útgerðarmenn, auðmenn og braskarar þurfa ekki að óttast að við förum að hækka skatta á þá eins og “skríllinn” vælir stöðugt um. –
-Ertu vitlaus maður? –
Segja Katrín, Svandís og Gummi umhverfis.
– Nei. –
Segir Siggi.
– Sko! Ef við stillum gjaldtökunni í hóf, höfum hana hærri á álagstímum, segjum? Hvað? Sex hundruð kall frá sjö til níu á morgnanna og frá fjögur til sjö á kvöldin en tvö hundruð kall á öðrum tímum þá ættum við að geta halað inn nokkrum milljörðum á ári með því móti. –
– Auðvita verður allt vitlaust í smá tíma en íslendingar eru svoddan gullfiskar að þetta gengur yfir á tveim til þrem mánuðum nema við séum svo heppin að geta startað einhverjum skandal meðan við laumum þessu í gegn og þá gleyma þeir sér algjörlega í því að rífast um það og hætta að spá í þessum vegatollum. –
– Það hefur gengið áður og gengur aftur. –
– Trúið mér. –
Hinir ráðherrarnir stara á Sigga í forundran öll nema Bjarni sem situr með skítaglott á vörunum og er greinilega búinn að fá einhverja hugmynd sem er að þróast í kollinum á honum.
– Ekki vitlaust. –
Segir hann og heldur svo áfram.
– Hvað ef við leggjum það til, sko ekki við sjálf, fáum Birgi eða Brynjar til að leggja það fram til að beina athyglinni frá okkur, að lækka veiðileyfagjaldið um eins og einn milljarð? –
– Stjáni, þú græjar frumvarp eða reglugerð um það, við hendum því inn á þingið og meðan allt er vitlaust út af því þá keyrum við vegatollana í gegn og gætum mögulega komist upp með það án mikilla láta ef við beinum athyli stjórnarandstöðunar og almennings að veiðgjaldinu. –
– Ég held að það gæti gengið upp og ef ekki þá er komið að þér Svandís, þú hækkar einhver gjöld á sjúklinga og þá ætti vegatollamálið að vera dautt, gleymt og grafið. –
-Siggi, hvað heldur þú að þessir vegatollar geti gefið af sér? –
Siggi spennir greipar yfir þétta vömbina á sér, hallar sér aftur í stólnum og brosir illkvittnislega.
– Fljótt á litið gætu þetta orðið 50 til 60 milljarðar á ári ef allt gengur upp. –
Segir hann og gjóar augunum til hægri og vinstri á samráðherra sína með sigurglott á vörum.
Katrín hallar sér aftur og rúllar augunum í hringi með uppgjafarsvip en reisir sig upp og hallar sér fram á borðið.
– Gott og vel. –
– Gerum þetta og sjáum hvernig fer því sama hvað skríllinn í landinu gerir þá endist það ekki lengi og við komumst upp með þetta því þessari ríkisstjórn verður að halda saman út kjörtímabilið sama hvað þarf til þess. –
– Þið ræðið við ykkar fólk og komið þessu plotti í gang og við Svandís ræðum saman ef þarf að grípa til frekari ráðstafana og tölum við þingflokkinn, það hefur alveg virkað ágætlega hingað til að hóta fólki að það verði útilokað frá flokksráðsfundum og einangrað ef það fylgir ekki flokkslínunni í einu og öllu. –
– Þá látum við þessu lokið hér og nú og ég kalla ykkur saman ef eitthvað óvænt kemur upp á en þangað til höldum við þessu fyrir okkur og þá sem að plottinu koma. –
– Er það skilið? –
Ráðherrarnir standa upp og yfirgefa herbergið og húsið einn af öðrum en Kata stendur við gluggann og er þungt hugsi.
Hún er að velta fyrir sér hvort hún sé að gera rétt í því að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi lengur eða hvort hún á hreinlega að slíta því og boða til kosninga þar sem hún hefur hvort sem er engin völd í þessari ríkisstjórn.
Efinn læðist að henni og hún minnist þess þegar hún var kjörin formaður VG á sínum tíma og Davíð Oddsson hló upp í opið geðið á henni og sagði að hún væri bara gluggaskraut fyrir Steingrím J.
Andlit flokksins út á við en væri algjörlega valdalaus, bara kosin í þetta embætti út á fegurðina en innihaldið væri nákvæmlega ekkert.
Hún hafði á árunum eftir hrun sem menntamálaráðherra staðið sig vel og fengið það orð á sig að vera hörð í að koma sínum málum í gegn og þau fjögur ár sem hún hafði verið í stjórnarandstöðu hefði lítið sem ekkert borið á þessu viðurnefni með gluggaskrautið en í þessu stjórnarsamstarfi hafi þetta viðurnefni æ oftar dúkkað upp og mörg fleiri að auki eins og strengjabrúða Bjarna, búktalaradúkkan, tíkin hans Bjarna og mörg fleiri óþægileg viðurnefni sem hún vildi helst ekki hugsa um .
Oft væri einnig látið að því liggja að hún og Bjarni ættu í ástarsambandi og ýjað að því að það væri vegna tengsla fjölskyldna þeirra og fornrar vináttu þeirra.
Þetta og margt fleira þaut í gegnum huga hennar meðan hún bjó sig undir að fara heim en hún varð að viðurkenna það, hvort sem henni líkaði það betur eða verr, að í raun væri það Bjarni Ben sem stjórnaði þessari ríkisstjórn þó svo hún væri í forsæti fyrir henni.
Það væri bara staðreynd og sannleikur sem væri ekki hægt að neita.
Þung í spori með signar axlir gekk hún út úr húsinu með sínar myrku hugsanir áleiðis heim.
Skoðað: 2218