Gunnar Bragi og ríkisstjórn Simma hinir raunverulegu landráðamenn?

Skoðað: 1873

Skjáskot af stundin.is

Það hlaut að vera einhver góð ástæða fyrir því að Sigmundur Davíð og miðlfokksmenn hafa galað og gólað á móti orkupakka þrjú eins og þjóðinni ætti að vera orðið kunnugt því þegar farið er að kafa dýpra í það mál allt saman kemur í ljós að það var Gunnar Bragi Sveinsson ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta íslands sem eiga sök á því hvernig komið er í þessum orkupakkamálum öllum.

Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.

Stundin birti frétt í morgun þar sem farið er yfir málið og þegar hlutirnir eru skoðaðir í samhengi þá er ekkert sem réttlætir vandlætingu Simma & Co í orkupakkamálinu, allur þeirra málflutningur er ekkert annað en skrum og sýndarmennska til að reyna að fela þá raunverulegu ábyrgð sem þessir menn bera.

Stundin sendi Gunnari Braga Sveinssyni eftirfarandi fyrirspurn við vinnslu fréttarinnar.
Engin svör hafa borist.

1. Hvers vegna var samningurinn fullgiltur af Íslands hálfu í ráðherratíð þinni?

2. Telurðu samninginn samræmast kröfum um fullveldi Íslands í orkumálum?

3. Hvers vegna var ekki tilkynnt opinberlega um fullgildinguna á vef stjórnarráðsins á sínum tíma?

4. Var málið borið undir Alþingi með einhverjum hætti, og ef ekki, hvers vegna taldirðu ekki þörf á því?

Að sjálfsögðu er Gunnar Bragi í felum og lætur ekki ná í sig enda ljóst að hann bera mikla ábyrgð í þessu máli ásamt forseta íslands á þeim tíma en staðfesting á gjörningnum er insiglaður á forsetabréfi sem fylgir fréttinni og má lesa hana alla með því að smella hérna.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og hvernig Simmi, Gunnar Bragi og Ólafur Ragnar fyrrverandi forseti ætla að snúa sig út úr þessu máli því það er alveg spurning hvort þetta mál gæti snert við landráðakafla almennra hegningarlaga.

91. gr.
 Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
 Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
 Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnar sér hegningarlögin betur geta gert það með því að smella hérna.

Skoðað: 1873

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir