Fá aðeins 132 til 137 þúsund frá TR á mánuði

Skoðað: 8022

Greiðslur fyrir árið 2015 miðað við áætlun hjá TR.
Greiðslur fyrir árið 2015 miðað við áætlun hjá TR.

Við hjá Skandall.is höfum fengið veður af öryrkjum sem fá aðeins frá 132 til 137 þúsund í tekjur á mánuði frá TR af einhverjum ástæðum.
Meðfylgjandi mynd sýnir útreikninga frá öryrkja og það sem hún fékk á mánuði fyrir árið 2015 og þegar hann er skoðaður þá má greinilega sjá að hún er ekki að fá fulla tekjutryggingu.
Engar aðrar tekjur eru skráðar á hana og hún er alveg greinilega ekki greiða niður skuldir og fær ekki úr lífeyrissjóði.

Maður hlýtur að spyrja hvernig standi á því að fólk sem er öryrkjar fái ekki fullar bætur?

Annar sem skrifaði glósu á Facebook sýnir aðeins hvað hann fær útborgað en það eru aðeins 132 þúsund.

Á þessu þarf einstaklingur að lifa yfir mánuðinn.
Á þessu þarf einstaklingur að lifa yfir mánuðinn.

Í ljósi umræðu undanfarinna daga og áframhaldandi lyga þeirra sem hér eru við stjórnvölin vil ég að eftirfarandi komi skýrt fram. Þann 1. janúar 2016 koma bæturnar mínar til með að hækka um 2985 krónur á mánuði eftir skatta. Það hjálpar mér ekki neitt ekki frekar en nokkrum öðrum einstaklingi sem þarf að treysta á þetta kerfi. Bótaþegar hafa ekki fengið tekjur sínar leiðréttar afturvirkt frá hruni. Það er bara rangt og hreinlega lygi að halda því fram. Bætur hafa ekki á nokkurn hátt haldið í laun eða verðlag á neinn hátt. Bætur voru skertar strax eftir hrun um rúmar 20.000. þús. krónur og það hefur aldrei verið leiðrétt. Burt séð frá öllu því sem Simmi og Bjarni hafa haldið fram. Þeir mega skammast sín en ljóst er að þeir kunna það ekki þannig að ég á engan kost annan en að óska þeim að þeir skríði ofan í holu og komi aldrei þaðan upp aftur.

Ef það eru fleiri sem eru með greiðsluáætlun fyrir árin 2014, 2015 og síðan tekjuáætlun fyrir næsta ár, mega endilega senda okkur myndir af þeim ásamt smá greinargerð með því að smella hérna,  svo hægt sé að reka ósannindin ofan í þingmenn og ráðherra ríkisstjórnarflokkana.

Skoðað: 8022

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir