Fá 500 þúsund fyrir óunna yfirvinnu í stað 50 þúsund áður.

Skoðað: 18542

Þannig vinnur Bjarni Ben. MYND: Gunnar Karlsson.
Þannig vinnur Bjarni Ben.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er verulega sláandi að lesa fréttir af ákvörðun kjararáðs að hækka laun ráðuneytissjóra um allt að 40% meðan almennir launþegar, öryrkjar og aldraðir fá engar kjarabætur.  Sem dæmi um óráðssíuna sem kjararáð útdeilir er mesta hækkunin er til komin vegna yfirvinnu, en hún hækkar úr um það bil 50 þúsund krónum í nærri 500 þúsun krónur. Yfirvinnugreiðslur eru greiddar allt árið um kring, jafnvel í sumarleyfum.

Eftir hækkunina munu laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins verða 1,8 milljónir í stað 1,1 milljónar á mánuði áður. Hækkunin nemur 674 þúsund krónum. Laun ráðuneytisstjóra annarra ráðuneyta hækka úr 1,1 milljón í rúmar 1,7 milljónir á mánuði.

Föst yfirvinna skrifstofustjóra fer úr 55 þúsund krónum í allt að 315 þúsund. Alls nemur hækkun þeirra á bilinu 330 þúsund krónum til 482 þúsund sem er 28 til 35 prósenta hækkun.  Nánar má lesa um þetta með því að smella hérna.

Skemmst er að minnast þess þegar kjararáð hækkaði laun þingmanna og ráðherra á síðasta ári afturvirkt um 10 mánuði þannig að laun þeirra hækkuðu frá þetta 60 þúsund á mánuði upp í rúm 100 þúsund og þar að auki fengu þeir ríflegan jólabónus sem nam mánaðarlaunum lífeyrisþega, en þegar átti að fara að lögum um almannatryggingar sem hefðu gert öryrkjum og öldruðum kleyft að eiga gleðileg jól, þá sögðu allir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana NEI.  Sögðu að lífeyrisþegar hefðu það alveg nógu gott og fengju ekkert.  Brutu sem sé bæði lög og stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins, 76. greinina.

Enn einu sinni sér fólk svo æðstu embættismenn hækka í launum á mjög svo óréttmætan hátt sem verður bara til þess að almenningur lætur reiði sína bitna á þeim svikulu þingmönnum og ráðherrum sem sitja í ríkisstjórnarflokkunum og ekki að ósekju enda hefur allt þetta fólk unnið gegn almenningi í landinu en með þeim best settu.

Því fyrr sem þessi ríkisstjórn fer frá völdum, því betra.

Skoðað: 18542

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir