Eygló velferðarráðherra hlær að feitum

Skoðað: 5534

Svona haga þingmenn ríkisstjórnarinar sér.
Svona haga þingmenn ríkisstjórnarinar sér.

Það er ótrúlegt hvað ráðherrar á íslandi geta látið út úr sér á opinberum vettvangi og Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra er engin undantekning á þeirri reglu.  Í Viðskiptablaðinu er lítil grein þar sem segir frá því að Ísland sé í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða – hvað sem það nú þýðir – og hefur lækkað um 6 sæti milli ára.

Viðskiptablaðið vísar þar í frétt sem á að hafa birst á RÚV, en tengir ekki á hana, þar sem það virðist ekki “henta” þeim, en eru með sínar útskýringar á fréttinni.  Segja meðal annars að mæld velferð hafi þó ekki minnkað á Íslandi, því velferðarvísitalan hafi hækkað. Hún hafi bara hækkað meira annars staðar.
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra beðin að tjá sig um það að samkvæmt listanum eru Íslendingar of þungir.

Það hlýtur að vera fólki umhugsunarefni að Eygló skuli láta svona út úr sér, vitandi að þeir verst settu, öryrkjar og aldraðir á Íslandi, séu á svo lágum launum að þeir hafi ekki efni á hollum mat og hreyfing er eitthvað sem sé hreinlega munaður hjá fólki í þeirri stöðu sem þúsundir á þúsundir ofan eru í hér á landi vegna lágra tekna.

Matur og nauðsynjar á Íslandi eru á okurverði miðað við nágranalöndin og það tekur íslendinga fjórum til sex sinnum lengri tíma að vinna sér inn fyrir matarkörfunni heldur en í nágranalöndunum.  Þunglyndi, kvíði og áhyggjur eru hvergi meiri heldur en hér á landi og þess eru dæmi að sumt fólk fari ekki út úr húsi dögum og jafnvel vikum saman vegna þessa.  Þessir sjúkdómar eru í flestum tilfellum tilkomnir vegna fátæktar og lágra tekna sem skrifast alfarið á stjórnvöld og ráðherra ríkissjórnarinar, þar með talið á nefnda Eygló.

Það er fátt ömurlegra en ráðherra sem í nánast öfgatrú á sjálfa sig og sín ömurlegu verk, skuli því reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu því slíkt gera ekki manneskjur nema innræti þeirra sér svo rotið og illa skemmt sem raun ber vitni flestum ráðherrum í núverandi ríkisstjórn.

Skoðað: 5534

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir