Er spilling í orkusölu á íslandi til verndar stóriðjunni á kostnað hins almenna neytanda?

Skoðað: 3244

EIns og flestir íslendingar væntanlega vita þá er rafmagnsframleiðsla á íslandi einhver sú hreinasta í heimi því að á Íslandi er rafmagn ekki framleitt með mengandi hætti eins og þekkist víðast annarsstaðar í heiminum.  Á íslandi eru ekki kjarnorkuver eða kolaver sem spúa mengandi efnum eða geislavirkni út í andrúmsloftið heldur eru fallvötn notuð til að framleiða rafmagn og samkvæmt tölum Orkustofnunar er 99,9% allrar rafmagnsframleiðslu á íslandi framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það skýtur því frekar skökku við að sjá þessa sömu stofnun halda því fram á öðrum stað að endurnýjanleg orka sé í dag aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á upprunavottorðum úr landi.

Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum  raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja, sem nota „óhreina“ orku til að framleiða sínar vörur.

Í staðinn verða íslensku orku­fyrirtækin að skrá á sig mengun  sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna. Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né   raunverulegur innflutningur á CO2 og kjarnorkuúrgangi til Íslands.

Árið 2018 var hreina íslenska raforkan aðeins orðin 11% af heildarsölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá var 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum, olíu og gasi.
Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi.

Stjórnvöld bera fulla ábyrgð á þessu ástandi og það er með ólíkindum að eiturspúandi stjóriðja skuli komast upp með svona svínarí í samvinnu og baktjaldamakki við stjórnvöld, orkusölufyrirtæki og Landsvirkjun en láta mengunarskattinn lenda á almenningi sem greiðir hærra verð fyrir raforkuna af þeim sökum.

Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Skoðað: 3244

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir