Druknaði í eigin blóði á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsfólkið neitaði að kalla á lækni

Skoðað: 14365

Féll frá aðeins 69 ára gamall vegna vanrækslu starfsfólks.

Við fengum leyfi til að birta neðangreinda færslu frá Söndru Gunnarsdóttur þar sem hún skrifar um síðustu klukkustundir í lífi afa síns, Ingólfs Árna Jónssonar, þar sem hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðeins 69 ára gamall vegna algjörrar vanrækslu starfsfólks sem neitaði að kalla til lækni fyrir afa hennar sem á endanum druknaði í eigin blóði.

Fimmtudagurinn 31. október 2019 fer seint úr minnum mér og er hingað til versti dagur lífs míns.

Elsku yndislegi, litríki, lífsglaði, stórfurðulegi og mest af öllu heimsins besti afi kvaddi okkur þetta kvöld og eftir sitjum við hin svo miklu, miklu fátækari með hjörtu uppfull af söknuði, sorg og reiði.

Þannig hefst hjartnæm en jafnframt hræðileg minningargrein Söndru Gunnarsdóttur sem hún skrifar í opinni færslu á Facebook þann annan nóvember síðastliðin þar sem hún minnist afa síns en nafngreinir hann ekki, þar sem hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðeins 69 ára gamall vegna ótrúlegrar vanrækslu starfsfólks þegar hann druknaði, í orðsins fyllstu merkingu, í sínu eigin blóði.

Afi hafði fyrir ekki svo löngu flutt inn á Hrafnistu í Hafnarfirði – mamma fékk símtal kl 19:00 um að afi hefði hnigið niður klukkutíma áður en að það hefði sennilega bara verið út af því að hann hefði ekkert borðað og hefði fengið aðsvif. Afi var maður sem kvartaði aldrei! En þennan sama dag hafði hann kvartað undan magaverk, sem var mjög ólíkt honum að gera. Mamma hringir strax í mig og við brunum til hans.

Þegar við komum til hans var svo deginum ljósara hvað honum leið illa en starfsfólkið fór ekki ofan af því að hann væri allur á uppleið. Við vorum alls ekki sammála því og báðum ítrekað um að fá lækni til þess að kíkja í það minnsta á hann – því var alltaf neitað. Við bentum á að hann væri ískaldur, hann var með mjög svo útþaninn kvið, eitt augað hans lafði alveg niður, hann var með kaldan svita, það kurraði í lungunum á honum og púlsinn hans fór frá 135 slögum niður í 40 slög á mínútu, hann átti erfitt með að tala og var oft með skerta meðvitund. Ekkert af þessu vakti upp áhyggjur hjá starfsfólkinu og var okkur ítrekað sagt að hafa ekki áhyggjur og við hvattar til þess að fara heim því það yrði allt í góðu með hann.

Lýsingarnar eru ekki fallegar á fráfalli hans og það er nokkuð ljóst af þessum lýsingum að dæma að þarna þarf að fara fram opinber rannsókn, jafnvel lögreglurannsókn á andláti hans.

Mamma var við hlið hans og hélt í höndina á honum á meðan ég studdi við bakið á honum á meðan það helltist úr honum hátt í heill líter af blóði – yfir allt – við horfðum í saklausu augun hans á meðan hann reyndi af öllum lífsins krafti að ná andanum en blóðið var orðið það mikið að hann drukknaði í eigin blóði að lokum.

Mamma er einkabarn! Hún barðist alein með mömmu sinni í gegnum illvígt krabbamein í 2 ár þegar mamma var einungis 27 ára og amma þá 45 ára – ég hef aldrei og mun aldrei skilja hvernig mamma komst lifandi í gegnum það. Að horfa í augun á mömmu minni þetta örlagaríka kvöld – að horfa í augun á henni grátbiðja um hjálp fyrir pabba sinn – að horfa á mömmu mína halda í höndina á pabba sínum þangað til hann tæki seinasta andardráttinn – að horfa á mömmu kveðja seinasta foreldrið sitt ekki nema 49 ára gömul – vitið þið það er tilfinning sem er ekki hægt að lýsa – það er þyngra en allt.

Minningargrein Söndru má lesa hér að neðan.

Við vottum Söndru og ættingjum hennar, vinum og vandamönnum samúð okkar vegna hins hræðilega fráfalls Ingólfs Árna Jónssonar.

Skoðað: 14365

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir