Brynjar Níelsson vill að þingmenn brjóti drengskaparheit sitt við stjórnarskránna og spili með liðinu
Skoðað: 6149
Þegar siðferði einstakra þingmanna er komið niður á svo lágt plan að þeir þurfa að hvetja aðra þingmenn til að brjóta drengskaparheit sitt við alþingi og stjórnarskrá lýðveldisins, þá hlýtur fólk að fara að spyrja sig hvort sá þingmaður sem eingögngu “spilar með liðinu” í stað þess að standa á sannfæringu sinni eins og drengskaparheit það sem þeir sóru við stjórnarskrá lýðveldisins, sé þeim yfir höfuð einhvers virði eða hvort þeir líta á þetta ákvæði í stjórnarskránni sem algjört aukaatriði og það sé skylda þeirra að fylgja eingöngu foristu stjórnarflokkana og hlýða þeim í blindni?
Brynjar Níelsson húðskammar formann efnahags og viðskiptanefndar í nýjasta pistli sínum, fyrir að “spila ekki með liðinu” í stjórnarsamstafinu og segir það ekki ganga upp þegar einstaka þingmenn greiði atkvæði á móti tillögum ríkisstjórnarinar eða sitja hjá.
Siðferði Brynjars og heiðarleiki er algjörlega fyrir bí með þessum ummælum því þarna er hann að hvetja einstaka þingmenn til að brjóta drengskaparheit sitt og það gera heiðarlegir menn einfaldlega ekki.
Brynjar er búinn að dæma sig algjörlega siðblindann með þessum pistli sínum og hvatningu til stjórnarskrárbrota og að þingmenn rjúfi drengskaparheit sitt.
Skoðað: 6149