Brynjar Níelsson drullar yfir umræður á Alþingi um fátækt
Skoðað: 5342
Enn á ný verður Brynjar Níelsson sér til háborinar skammar á alþingi íslendinga og sýnir og sannar að hann er bæði illa innrættur og vondur maður sem er ekki nokkrum minnstu tengslum við samfélagið eða þjóðina í landinu.
Nýjasta útspilið hjá honum er að rakka niður umræður um fátækt í landinu, segja að sú umræða komi upp á 10 ára fresti og sé runnin undan rifjum einstaklinga sem vilja eingöngu koma sér á framfæri með popúlisma og kennir stofnun Sósíalistaflokksins um að nú sé hún farin á flug eina ferðina enn.
Það er sérstakt að vera að ræða fátækt þegar allir mælikvarðar benda til þess að við stöndum okkur einna best, þetta virkar á mann eins og tækifæri til að koma sér á framfæri. Þessi trú sem maður finnur hér í salnum, leyfið mér að halda ræðuna, voðalega eruð þið viðkvæm.
Hann sagði að þegar gengi vel, þá væri sagt að einhverjir væru að taka frá öðrum. „Það breytir því ekki að það er alltaf ákveðinn hópur sem þarf að hugsa um og gæta að og verður svolítið á milli skips og bryggju. Tökum umræðu um hvað getum við gert fyrir þá en ekki að einhverjir séu vondir sem séu að taka frá okkur.”
Svona framkoma eins og Brynjar sýnir og hvernig hann orðar hlutina segir allt sem segja þarf um þennan mann. (ef mann skyldi kalla).
Umræðan um fátækt í landinu hefur verið stanslaust í gangi síðan eftir hrunið 2008 og aðeins færst í aukana því núverandi og síðasta ríkisisstjórn hafa ekkert gert nema auka á fátæktina í landinu og gera fólki enn erfiðara fyrir að komast af en áður.
Meðan Brynjar og pótintátar af hans kalíberi, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og ræfillinn Óttarr Proppé í Bjartri Framtíð fá að stjórna landinu verða engar úrbætur gerðar en allt gert til að keyra á fullu stími inn í annað efnahagshrun. Það mun gerast á þessu ári eða snemma á því næsta ef þessir sérhagsmunaseggir verða ekki hraktir frá völdum hið snarasta. (sem er ólíklegt miðað við þá aumingja sem byggja ísland í dag, afkomendur þræla og sjálfir þrælar og aumingjar).
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kemur svo og vitnar í skýrslu sem enginn kannast við því OECD skýrslurnar sýna og sanna að ísland er langt fyrir neðan hin norðurlöndin í jöfnuði og langt fyrir ofan í fátækt.
„Í alþjóðlegum samanburði stöndum við vel þegar kemur að mælikvörðum fátækar og jöfnuðar. Við höfum búið við mikið hagsældarskeið og jöfnuður hefur aukist hér og er einn sá mesti í ríkjum OECD. Þeim sem búa við sárafátækt hefur fækkað en hvert það barn sem býr við sárafátækt er einu barni of mikið,“ sagði Þorsteinn.
Katrín Jakobsdóttir, málshefjandi, þakkaði þingmönnum fyrir ágæta umræðu. „Nema þeim sem leit á hana sem brellu.“
Skoðað: 5342