Bjarni Ben segir að fjölgun öryrkja sé orðið “séríslenskt” vandamál

Skoðað: 6553

Reikniskúnstir fjármálaráðherra. MYND: Gunnar Karlsson.
Reikniskúnstir fjármálaráðherra.
MYND: Gunnar Karlsson.

Þeir sem hafa fylgst með og hlustað á orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra síðustu daga og þá sérstaklega í þættinum Sprengisandi frá því um helgina hafa furðað sig á því hvernig hann hefur talað til fólksins í landinu.
Ekki er nóg með að hann reyni að koma af stað illindum á milli láglaunafólks í landinu og aldraðra og öryrkja, heldur talar hann um að öryrkjum fjölgi óeðliega hratt á íslandi án þess að nefna hvers vegna það kunni að vera en lætur þó í veðri vaka að það sé vegna að á Íslandi séu of marg­ir ung­ir karl­ar að fest­ast utan vinnu­markaðar og hafa smám sam­an endað á ör­orku­bót­um.

Við hér á Skandall.is ætlum aðeins að staldra við þetta atriði og skoða hvaða ástæður gætu legið að baki því að öryrkjum fjölgar svona ört á íslandi og komumst að eftirfarandi niðurstöðum sem við teljum hér upp.

  • Launaþróun í landinu undanfarna áratugi hefur verið með þeim hætti að lægstu laun hafa sífellt verið að lækka og kaupmáttur þeirra að minka jafnt og þétt sem leiðir af sér að ungt fólk er farið að vinna lengur og meira en góðu hófi gegnir.  Það lifir enginn í dag á átta tíma vinnudegi eins og fyrir 20 til 30 árum og því þarf fólk sífellt að vera að bæta á sig aukavinnu til að eiga í sig og á.
  • Vinnuumhverfi í mörgum störfum er orðið þannig að fólk er kanski á 12 tíma vöktum og fær ekki lögbundna matar og kaffitíma og er að reyna að troða einhverju í sig á hlaupum.  Þarna spilar ábyrgð vinnuveitenda mjög stórt hlutverk því fólk brennir sig út á tíma, löngu fyrir aldur fram og er jafnvel komið á örorku vegna þess upp úr þrítugu.
  • Svona langur vinnutími ásamt lélegum launum þar sem fólk getur aldrei sinnt áhugamálum eða afþreyingu og er undir stöðugu álagi veldur því depurð sem á örskömmum tíma getur orðið að stigvaxandi þunglyndi sem síðan leiðir út í aðra hluti og verri, sbr. félagsfælni, ofsakvíða og sjálfsmorðshugsanir.
  • Úrræði fyrir fólk sem lendir í þessum vítahring eru engin því það hefur ekki efni á sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðiskerfið er rústir einar eins og heilbrigðiskerfið allt vegna fjársveltis til fjölda ára.

Þegar maður horfir á samhengið í þessum málum þá er ekkert auðveldara en að taka sér blýant í hönd og tengja saman punktana, svona eins og gert er í skólum þar sem börn fá myndir með númeruðum punktum, og fá út þá mynd sem blasir við öllum sem hafa eitthvað hugsað um þessi mál.

Um bætur almannatrygginga og útskýringar Bjarna er aðeins eitt hægt að segja.  Það er að hann gerir sér enga minnstu grein hvað hann er að þvæla með þessum prósentum sínum, því þegar upp er staðið, þá er ríkisstjórnin að brjóta lög um almannatryggingar með því að greiða öldruðum og öryrkjum ekki þá krónutöluhækkunn afturvirkt sem samið var um í síðustu kjarasamningum.

Það eru hrein og klár svik og það er líka lögbrot sem er ekki hægt að bæta lífeyrisþegum með prósentutölu sem er svo mikil kæfa og þvæla að fólki hreinlega flökrar við þeim greindarskorti sem Bjarni sýnir af sér þarna, því þetta hækkar bætur almannatrygginga aðeins um 16 þúsund krónur eftir skatta og gjöld úr 172 þúsund í 198. þúsundi krónur útborgað á mánuði.  Það er alveg sama hvað Bjarni reynir að þræta fyrir þessar tölur og vitna í lygaútreikningana sem hann hefur reynt að bera á borð fyrir fólk, þessar tölur eru staðreynd sem lífeyrisþegar þurfa að lifa við.

Kaupmáttur lífeyrisþega hefur aldrei verið minni en nákvæmlega núna í dag vegna þess að Bjarni og ríkisstjórnin hafa hækkað matarskatta, álögur hins opinbera og komugjöld á sjúkrastofnanir svo dæmi séu tekin og með lauslegum útreikningum þá hefur kaupmáttur lífeyrisþegar minnkað um á milli 25 og 30% frá því núverandi ríkisstjórn tók við og það sem meira er, það er með þeirri 9,7 prósenta hækkunn sem fjármálaráðherra gjammar sem mest um núna.

Fjármálaráðherra þjóðar sem brýtur bæði lög og stjórnarskrárbundinn rétt lífeyrisþega og lýgur svo út í eitt að fólkinu í landinu, þar með talið kjósendum sínum á að víkja sem slíkur og hann á að segja af sér sem ráðherra en einnig sem þingmaður því hann er svikari við land sitt og þjóð.

Skoðað: 6553

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir