Bjarni Ben eignast sinn “Mini-me” í Kötu litlu
Skoðað: 3474
Því miður hefur lítið líf verið á þessari síðu þetta árið en ástæður þess eru af ýmsum toga. Fyrir það fyrsta hefur reynst erfitt að fá fólk til að skrifa pistla hérna enda kröfur ritstjórnar frekar grimmar hvað varðar sannleiksgildi og staðreyndir og fáir sem treysta sér til að leita uppi upplýsinga til að hafa staðreyndir algjörlega á hreinu svo ekki sé hægt að saka okkur um að fara með rangt mál í þeim pistlum sem við birtum.
Einnig má geta þess að að undirritaður flutti erlendis á árinu og hefur því ekki gefið sér tíma til að sinna þeim málum sem upp hafa komið og hefði í raun þurft að fjalla um en nóg hefur verið af þeim á árinu og hefði verið hægt að birta hundruð pistla til að sýna fram á óheiðarleika, svik, lygar og undirferli í stjórnmálunum og þjóðmálunum á íslandi.
En látum gott heita og snúum okkur að því sem máli skiptir því það er komið í ljós að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur eignast sinn “Mini-me”, dvegvaxin tvífara, (andlegan að vísu því fegurðin er þúsundföld hið ytra þó innirætið sé það sama) í Katrínu Jakobsdóttur formanni VG og forsætisráðherra, þegar hún í gær sé í pontu alþingis og laug því blákalst upp á Samfylkinguna að þingflokkur hans hefði enga stefnumótun í tekjuáætlun ríkisins. Hrein og klár lygi og orðfar hennar og framsaga var nákvæmlega eins og Bjarni sjálfur hefði staðið í ræðustólnum og sagt þetta.
Klón hvað?
Blóðillur mætti Logi Einarsson í pontu og rak þessar lygar öfugar ofan í Kötu litlu sem forhertist bara og svaraði fullum hálsi og enn fékk maður á tilfininguna að það væri Bjarni Ben sem stæði í ræðustól en ekki Kata litla forsætis.
Fleiri þingmenn Samfylkingar fóru í ræðustól og drógu fram nógu margar staðreyndir til að sanna það að Kata litla laug upp á þingflokkinn.
Þetta eru nú öll þau bættu vinnubrögð sem Kata litla lofaði að yrðu að veruleika með þessari ríkisstjórn.
Umræðan er öll hér fyrir neðan.
Skoðað: 3474