Aumingjaleg svör félagsmálaráðherra

Skoðað: 3454

Starfshættir Ásmundar Einars Daðasonar.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er hreint út sagt algjör aumingjaskapur sem einkennir svör félagsmálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag við spurningum Ágústs Ólafs Ágústssonar þegar rætt var um kjör öryrkja og hvernig dregur hraðar og hraðar í sundur með þeim launalega séð og lægstu launum á almennum vinnumarkaði.  Útlit er fyrir að á næsta ári verði munurinn á kjörum öryrkja og launþega allt að 80 til 90 þúsund krónur á mánuði eða um ein milljón króna á ári sem öryrkinn fær minna í sinn hlut.

Svör Ásmundar eru öll á sömu bókina lærð, öryrkjum er að fjölga svo mikið og það kostar svo og svo mikið þessi fjölgun öryrkja að þá verður lítið afgangs til að bæta kjörin.
Eða þá að hann fer að tala um kerfisbreytingarnar sem allir eru á móti en stjórnvöld ætla sér með illu frekar en góðu að negla í gegn hvað sem tautar og raular í óþökk allra sem þurfa síðan að lifa undir stálhnefa stjórnvalda um starfsgetumat.  Starfsgetumatið sem hefur gert líf öryrkja að hreinu helvíti þar sem það hefur verið tekið upp hingað til og mun ekki verða neitt skárra á íslandi.

Ekki gat ráðherratuskan heldur aumingjast til að svara því hvort hann treysti sér til að lifa á örorkubótum eins og hann þó ætlar öryrkjum, því þarna hreykti hann sér í pontu, stútfullur af sjálfum sér og svaraði fyrirspurninni af hroka og yfirlæti sem hann hefur enga innistæðu fyrir.

Það er einkenni þeirra heimskingja sem dregnir eru upp úr fjóshaugnum og dubbaðir upp í jakkaföt og settir á meðal manna og látnir hafa völd að þeir kunna ekkert með þau að fara og þar fara þeir fremstir í flokki fjósastrákur úr Dölunum og geldingarklúðrari af suðurlandinu því skítafýluna leggur af þeim marga kílómetra á móti vindi.

Hér að neðan má hlusta á “samræður” þeirra.

Rétt er að minna einnig á það að það var Ágúst Ólafur sem í stöðufærslu benti á að önnur umræða um fjárlög fer fram í næstu viku og það varð tilefni fyrirspurnarinnar til Ásmundar.

Skoðað: 3454

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir