Áhrifin af Samherjaspillingunni byrjuð að koma í ljós
Skoðað: 4315
Tvö stórfyrirtæki eru hætt öllum viðskiptum við dótturfélag Samherja í Bretlandi, Ice Fresh sem hefur séð um dreifingu á vörum til stórverslana en J. Sainsbury er annað þeirra og Mark & Spencer hefur ákveðið að segja upp öllum viðskiptum við Samherja einnig.
Nú er stóra spurningin hvort stjórnvöld á íslandi fari að rakna úr meðvirknisrotinu sem þeir eru í gagvart spillingunni eða hvort þau ætla að halda áfram að vera meðvirk og neita því að nokkur spilling eigi sér stað á íslandi eða hjá íslenskum fyrirtækjum, þó svo landsmenn nánast allir sjái þá gegndarlausu spillingu sem viðgengst á íslandi.
Það þarf að bregðast hratt við og strax en miðað við að rúmlega tvær vikur eru síðan þetta var upplýst í Kveik og ekkert, nákvæmlega ekkert hefur gerst í ríkisstjórn íslands annað en að menn hafa verið í bullandi afneitun og algjörlega neitað að taka á hlutunum þá skorar Namebía hvert markið á fætur öðru í að taka á spillingarmálunum meðan ísland skorar eintóm sjálfsmörk.
Það ætti öllum að vera ljóst sem vilja koma hlutunum í lag á íslandi að það þarf að sópa út úr þinghúsinu og stjórnarráðinu þar sem spillingarmyglan er búin að koma sér svo rækilega fyrir að ekki verði tekið á því öðru vísi en með hreinu ofbeldi héðan í frá því það er ljóst að ruslið fer ekki sjálft með sig út þessu tilfelli.
Nú þarf þjóðin bara að vakna og gera eitthvað í málunum.
Skoðað: 4315