Af hverju man enginn hrunið og Tortóla?

Skoðað: 4177

Myndbandsklippa Láru Hönnu Einarsdóttur frá kosningavöku þann 29. okt 2016 hefur verið deilt talsvert á netinu að undanförnu en þar má sjá ungan mann ryðjast inn í viðta þegar verið var að tala við Kristján Þór Júlíusson í beinni útsendingu og bomba því á landsmenn og frambjóðendur hvort fólk væri búið að gleyma panamaskjölunum og Tortólareikningunum.

Það sem vekur þó meiri athygli þegar myndbandið er skoðað eru viðbrögð Kristjáns Þórs því hann ýtir þessum unga manni frá en setur síðan höndina með hálf krepptan hnefa að andlitinu á honum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd að ofan sem klippt er úr myndbandinu.

Einnig er athyglisvert að fylgjast með svipbrigðum ungrar konu sem er vinstra megin í myndbandinu því henni er greinilega mjög brugðið að viðbrögðunum, bæði hjá Kristjáni og þessa unga manns.

En núna, rúmlega þremur árum síðar spyr almenningur enn þessarar spurningar sem þessi ungi maður kastaði framan í þjóðina í miðju viðtali við Kristján, Man enginn hrunið og Tortóla?
Spillingin og samtrygging auðvaldsins, elítunar, þingmanna og ráðherra heldur bara áfram á fullu gasi þrátt fyrir yfirlýsingar um annað og að tekið verði á málunum.

Samt er ekkert að gerast.

Skoðað: 4177

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir