4,7 milljörðum forgangsraðað í einum hvelli

Skoðað: 3954

Séð inn í Vaðlaheiðargöng.
MYND: RÚV.

Það hefur verið magnað að fylgjast með umræðum á alþingi undanfarna mánuði þegar ekki eru tl peningar í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið eða aðrar grunnstoðir samfélagsins en það er ekkert mál að búa til og að afgreiða í hvelli tæpa fimm milljarða úr ríkissjóði í þá botnlausu hít sem Vaðlaheiðargöngin eru án þess að alþingi taki afstöðu til þess.

Skemmst er þess að minnast að um miðjan febrúar síðastlðin lofaði ríkisstjórnin því að ný krabbameinslyf yrðu tekin í notkun hér á landi á þessu ári en fjárframlög hafa ekki skilað sér í þann málaflokk þrátt fyrir þau loforð.
Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal.

Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra en ekki er komið á hreint hvað gjaldið fyrir að keyra göngin muni verða.
Einnig má leiða líkum að því að göngin verði lítið sem ekkert notuð á sumrin enda leiðin um Víkurskarð falleg og fólk mun líklegra til að keyra hana frekar en að fara um fúl, dimm og loftmenguð göngin undir heiðina fyrir þúsund kall eða meira.

Almenningur í landinu er löngu hættur að skilja svona vinnubrögð.

Skoðað: 3954

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir