365 fjarskipti hækka álögur á notendur um 300%

Skoðað: 9410

Engin tilkynning á reikningnum um komandi hækkunn.
Engin tilkynning á reikningnum um komandi hækkunn.

Gunnar Orri Kjartansson segir farir sínar af viðskiptum við 365 miðla á fésbókarfærslu sinni i dag og birtir reikning frá félaginu þar sem hann rekur sögu sína þegar hann ætlaði að skipta yfir til þeirra með öll sín netsamskipti og símaþjónustu.

Ég ætlaði að skipta um símafélag í dag, fara til 365 þar sem ég er með internetið og heimasímann, sem í sjálfu sér er ekki frásögu færandi.

Nema hvað.

Þegar ég var að taka við Sim kortinu snýr afgreiðslustúlkan skjánum sínum við og sýnir mér nýju áskriftarleiðina mína. Þar sá ég heildarpakkann, gemsann, heimasímann og netið. Það var eitthvað dularfullt við tölurnar, en tilboðið hljóðaði upp á tæpar 11.000,- krónur. Ég spyr hvers vegna þetta sé svona hátt, því ég borgi aðeins 1990,- krónur á mánuði fyrir internetið og ekkert eða eitthvað mjög lítið fyrir heimasímann og nýja gemsa leiðin kostar 2990,- krónur.

Ég fæ það svar að 1. mars næstkomandi hækki netið úr 1990,- upp í 7.490,- og heimasíminn fer í 1990,- en ég fái þó endalausa notkun á hvoru tveggja (sem ég hef ekkert við að gera) á móti. Jæja segi ég , þið farið fínt í hækkanirnar, hvers vegna hef ég ekki verið látinn vita af þessu? Þú varst látinn vita segir hún. Ég hef ekki orðið var við það segi ég. Jú það stendur á síðasta reikningi hjá þér og inni á heimasíðunni okkar… Hvers vegna sendiði mér ekki tilkynningu, ekki ætlist þið til þess að ég sé að fylgjast með verðskránni hjá ykkur á 365.is eða sé að lesa reikningana sem ég fæ rafrænt í heimabankann. Jú þú átt náttúrulega að gera það segir hún. Afhverju sendiði ekki tölvupóst og tilkynnið svona hluti segi ég (ráð gert fyrir því að fólk fylgist betur með tölvupósti en rafrænu reikningsyfirliti). Ja við erum náttúrulega ekki með rétt tölvupóstfang hjá öllum. (Skrítið því tilboð er samþykkt í gegnum tölvupóst).

Hækkunin hljóðar því upp á 7490,- á mánuði sem gera 89.880,- krónur á ári.

Ég lét ekki bjóða mér vitleysuna og sagði upp allri áskrift sem ég er með, og slaufa þar með gsm áskriftinni sem ég ætlaði að fá mér. Svo kem ég heim og skoða síðasta reikning frá 365 og kýs að sýna ykkur hann hér að neðan. Þar stendur ekki stafur um neina hækkun. Áhugasamir geta svo kíkt inn á 365.is og athugað hvort þeir verði varir við einhverja tilkynningu þess eðlis að þeir sem séu að borga 1990,- krónur fyrir netið sitt og heimasímann á mánuði megi vænta 9480,- króna reikningi um næstu eða þarnæstu mánaðarmót, þar sem þetta nýja verð tekur gildi 1.mars.

Ég spyr: mega fjarskiptafélög hegða sér nákvæmlega einsog þeim hentar, hækka reikninga hjá einstaklingum um 300% í einni umferð og spila með viðskiptavini sína líkt og þeir séu einhverjir kongar í ríki sínu án þess að nokkuð sé að gert. Maður hefur heyrt svona vitleysu áður í sambandi við þessi félög. Ég velti því fyrir mér hvernig fólk myndi bregðast við ef tryggingarnar af bílnum myndu hækka úr 15.000,- í 60.000,- mánaðarlega á einu bretti.

Ég vil taka það fram að afgreiðslustúlkan var aldrei dónaleg, til að draga úr öllum vafa ef einhver var.

Þessi saga staðfestir aðeins það sem flestir bjuggust við að yrði þegar þeim sem fæur í viðskipti við 365 færi fjölgandi og nú er það staðfest.

Skoðað: 9410

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir