Vigdís Hauks fer enn rangt með staðreyndir vísvitandi
Skoðað: 4470
Vigdísi Hauksdóttur þekkja allir, rangfærslur hennar, ambögur og öfugmæli sem hún gubbar út úr sér af sinni alkunnu heimsku án þess að hafa rænu á því að skammast sín fyrir það.
Nú ber nýrra við því í útvarspsfréttum þann 24. ágúst fór hún með svo margar staðreyndavillur að fólk hefur hreinlega setið gapandi þangað til í dag að fólk fór að taka við sér og leiðrétta bullið úr henni en hún sagði meðal annars:
Fréttin af Rúv í heild sinni:
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ráðast í herferð til að uppræta bótasvik en jafnframt draga úr skerðingarákvæðum vegna annarra tekna. Fá verði botn í hvers vegna hlutfall öryrkja hér á landi sé mun hærra en á Norðurlöndunum.Á fund fjárlaganefndar í dag komu meðal annars fulltrúar Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins, til að fjalla um stigvaxandi fjölgun öryrkja hér á landi. Vigdís segir að fá þurfi botn í það hvers vegna öryrkjar eru níu prósent af fólki á vinnumarkaði hér á landi en rúm tvö prósent á Norðurlöndunum.
„Það er gríðarlegur kostnaður sem fellur á ríkið þegar svo hátt hlutfall vinnubærra manna sem raunverulega ættu að vera á vinnumarkaði og skila til okkar skatttekjum eru öryrkjar,“ segir Vigdís sem vill að gert verði starfsendurhæfingarmat í stað örorkumats eins og nefnd Péturs heitins Blöndal hefur talað fyrir. Þá geti bótaþegar farið fyrr og hraðar út á vinnumarkaðinn. Hún vill draga úr skerðingaráhrifum launa á örorkubætur.
„Því eins og kerfið er byggt upp núna hefur það neikvæðan hvata því allar launatekjur skerða örorkubæturnar. þannig að það verður að flýta þessari vinnu. Og svo verðum við líka að fara leið Norðurlandanna með að herða og auka eftirlit með bótasvikum.“ Lauslega áætlað séu bótasvik fjórir til fimm milljarðar á ári.
„Þá er hægt að ráðstafa því til þeirra aðila sem eiga hvað mest um sárt að binda. Það kom fram á fundinum að sá hópur sem hefur það verst núna eru mjög fátækar barnmargar fjölskyldur, og þeim hópi verðum við á einhvern hátt að sinna.“
Stefán Ólafsson, Prófessor hefur þegar svarað henni í pistli og bent henni á bullið.
Vigdís sagði að öryrkjar væru hér um 9% fólks á vinnumarkaði en um 2% á hinum Norðurlöndunum.
Þetta er kolrangt.
Nýjustu tölur TR sýna að öryrkjar eru um 8,8% af fólki á vinnumarkaði hér (2014), en á hinum Norðurlöndunum er þetta svipað í Danmörku en nokkru hærra í Finnlandi og talsvert hærra í Noregi og Svíþjóð (örorkulífeyrisþegar eru þar 10-11% fólks á vinnualdri, skv. tölum OECD).
Í reynd eru Íslendingar með umtalsvert færra fólk á vinnualdri á lífeyri en er á hinum Norðurlöndunum. Ég skrifaði grein um það á Eyjunni fyrir um tveimur árum (sjá hér).
Annað sem Vigdís fór rangt með var þegar hún sagði að allar launatekjur skerði örorkubætur almannatrygginga.
Hið rétta er að öryrkjar mega hafa tæpar 110 þúsund krónur á mánuði (1.315.200 krónur á ári) í atvinnutekjur án þess að örorkulífeyrinn sjálfur skerðist.
Hjá þeim sem hafa engar aðrar tekjur en frá almannatryggingum skerða atvinnutekjur hins vegar lágmarksframfærslutrygginguna, sem er svolítið annað mál – en engu að síður óheppilegt.
Síðan eru hér tvö ágæis komment sem hafa borist vegna ruglsins frá henni:
Ef hlutverk fréttastofu rúv er að upplýsa almenning, þá er þess að vænta að rangfærslur formanns fjárlaganefndar um öryrkja verði leiðréttar lið fyrir lið. Þingmaðurinn fékk að láta dæluna, eða þvæluna öllu heldur, ganga athugasemdalaust í aðalfréttatíma Sjónvarpsins. – Ef bæta á hag öryrkja og almannatryggingakerfið, og fækka þeim sem þurfa að þiggja örorkulífeyri, þá verður það ekki gert með röngum upplýsingum og ranghugmyndum um vandann.
Lára Hanna Einarsdóttir Falur Þorkelsson skrifar:
“Ótrúlegt viðtal á bylgjunni við formann fjárlaganefndar (Vigdísi Hauksdóttir) um örorkubótasvindl á íslandi!! Í viðtali sem ég hlustaði á í dag sem fréttamaður bylgjunnar tók við Vigdísi Hauksdóttir, sem nýverið hafði lokið fundarhöldum við forsvarsmenn tryggingarstofnunnar ríkisins um aukna tíðni örorkuþega á íslandi í samanburði við önnur norðurlönd, kom fram að íslenska ríkið væri að borga um 30 milljarða á ári í bætur til örorkuþega.Til að ítreka alvarleika bótasvindls, þá sagði hún að ef notaðar væru tölur,sem komið hefðu út úr rannsóknum á bótasvindli í Danmörku þá (3-5%), þá mætti ætla að upphæðin sem væri svikin út hér á landi væri á bilinu 4-6 milljarðar!!!Og hún endurtók 4-6 milljarðar!! Kommon hún er formaður fjárlaganefndar og kann ekki að reikna út hvað 3-5% er af 30 milljörðum. Samkvæmt mínum útreikningum eru 3-5% af 30 milljörðum 0,9- 1,5 milljarður. Ég ætla ekki að fara að hrósa mér en þetta reiknaði ég í huganum á meðan ég keyrði frá apótekinu á ísafirði að hringtorginu en hef samt aldrei komið til greina sem formaður fjárlaganefndar. Útvarpsmaðurinn gerði enga athugasemd við útreikningana. Hverjir komu eiginlega þessari manneskju til valda? Ekki ætla ég að fara að mæla óheilindum og svindli bót, en mér finnst þetta samt mjög lág prósenta í samanburði við aðra hópa íslensks samfélags, kom mér sem sagt ánægjulega á óvart og jók trú mína á mannkyninu. Þekkir einhver stjórnmálaflokk eða þingmann sem hefur einungis svikið 3-5 % af kosningaloforðum sínum? Vildi að slíkur áreiðanleiki og heiðarleiki væri til í þeim þjóðfélagshópi sem þar starfar. Eða í þeim hópi samfélagsins sem flýr ábyrgð frá milljörðum, tugmilljörðum og stundum hundruð milljörðum með kennitöluflakki án þess þó að slá af kröfum sínum til lífsgæða. Skattsvik ferðamannaiðnaðarinns og iðnaðarmanna almennt. Ég held að fólk sem sér þörf hjá sér til að ráðast á öryrkja með dylgjur um óheiðarleika ættu að líta sjálfu sér nær.”
Að lokum mætti svo alveg lesa þenna pistil hérna þar sem leikmaður útskýrir fjölgun öryrkja.
Skoðað: 4470