Um 400 manns deyja vegna lungnakrabba árlega en Hjartavernd og Krabbameinsfélagið vilja halda þeim tölum uppi
Skoðað: 4610
Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir almenning þegar bæði Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Hjartavernd eru sammála um að 400 dauðsföll á ári vegna reykinga séu ásættanlegur fjöldi þegar hægt væri að minnka þennan fjölda ásamt þeim kostnaði sem af því hlýst um 50 til 80% með því að byggja undir og styrkja sölu á rafsígarettum og vökvum hér á landi.
Sá sem þetta skrifar var búinn að vera stórreykingamaður á tóbak í tæp 40 ár og allt reynt til að hætta en án árangurs. þann 4. júní 2016 varð breyting þar á því þá var fjárfest í rafrettu og byrjað að “veipa”. Frá þeirri stundu hefur undirritaður ekki verið snert á tóbaki.
Það er líka furðulegt þegar skoðaðar eru röksemdafærslur þessara stofnana, ef það er þá hægt að kalla þetta rök hjá þeim, að sem dæmi segja þeir að banna innflutning og sölu á bragðefnavökvum, því þeir séu þess valdandi að börn og unglingar fari að prófa að veipa og komist þannig á bragðið og byrji út frá því að reykja tóbak.
Þetta er helbert kjaftæði og allar raunverulegar rannsóknir sýni annað og þveröfugt.
Annað sem er athyglisvert í þessu er að veipsjoppur eru sakaðar um lokka til sín börn og unglinga til að koma þeim á bragðið, eins og segir í frétt Rúv af þessu máli.
Nú skal það tekið fram að undirritaður hefur verið staddur í vapesjoppum, þrem af þeim sem eru starfandi svo það sé á hreinu og orðið vitni að því að ungt fólk hefur verið krafið um skilríki til að sanna að það sé orðið eldra en átján ára, því annars fær það ekki afgreiðslu. Hvorki á tóbaki, rafrettum eða vökva.
Í tenglunum sem fylgja með á Rúv er þetta tíundað nánar hjá þessum tveim félögum og nú er fólk alvarlega farið að velta fyrir sér hvaðan styrkirnir raunverulega koma til þessara félaga, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins, því málflutningur þeirra er algjörlega á skjön við allt sem heilbrigt og eðlilegt getur talist.
Er það möguleiki að hæðstu styrkirnir komi frá sölu og umboðsaðilum tóbaks á Íslandi?
Spyr sá sem ekki veit en grunar ansi margt.
Hópur vísindamanna í Bretlandi hefur sagt að hægt væri að bjarga þúsundum mannslífa ef reykingamenn væru hvattir til að skipta yfir í rafsígarettur. Óháð bresk rannsókn, sem birtist fyrir tveimur árum, sýndi að rafsígarettur væru 95 prósent hættuminni en venjulegar sígarettur.
Sunnudaginn 14. mai síðastliðin var haldin ráðstefna í Háskólabíó ásamt sýningu myndarinar “A billion lives”, og umræðum um þá byltingu í tóbaksvörnum sem rafrettan hefur orsakað og það eru milljónir sem geta þakkað þessari tækni fyrir að vera laus við tóbaksdjöfulinn úr lífi sínu fyrir fullt og allt og margir þeirra hafa náð betri heilsu í kjölfarið.
Að lokum er hér tengill á grein sem Kristinn Hrafnsson skrifaði í Kvennablaðið í kjölfar ráðstefnunar og hún ein og sér segir megnið af því sem segja þarf enda er yfirskrift hennar: “Veipfrumvarp heilbrigðisráðherra drepur“.
Hvetjum alla til að kynna sér þessi mál af kostgæfni og deila fréttinni, tenglunum og síðast en ekki síst myndinni, en hana er hægt að horfa á í spilaranum hér að neðan ef fólk vill vera upplýst í þessum málum.
Skoðað: 4610