TR er tilbúin að borga út en það strandar á fjárveitingu

Skoðað: 3916

Mynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu 17. nóvember 2018 gefur raunsanna mynd af stöðu mála. Mynd: Gunnar Karlsson

Tryggingastofnun ríkisins gaf það út þann 15. febrúar síðastliðin að stofnunin væri búin að senda félagsmálaráðuneytinu aðgerðaáætlun vegna greiðslna hjá þeim sem hafa verið skertir vegna búsetu erlendis og er ekkert að vanbúnaði að hefjast handa þegar fjárheimildir liggja fyrir.

Takið eftir því.
Þegar fjárheimildir liggja fyrir.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í ræðustól alþingis þegar þessi mál voru rædd þar að það væri ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax að greiða þessa leiðréttingu.

Síðan þá hefur ekkert gerst, engar fjárveitingar fengist og engin svör frá Bjarna enda allt saman lygar og svik sem frá honum kemur.
Það þarf að stoppa svona ofstopamenn og raðlygara af hið snarasta.

Við minnum svo á hungurgönguna um helgina.

Skoðað: 3916

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir