Þvæluræða Bjarna um sölu Íslandsbanka
Skoðað: 1833
Það er alveg dæmigert fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að fara í ræðustól alþingis og fara þar með ósannindi og þvæla fram og til baka um sölu Íslandsbanka á dögunum. Sölu sem var í bullandi andstöðu meirihluta þjóðarinar og sýnt þótti að yrði seldur á undirverði til valina vildarmanna Sjálfstæðisflokksins eins og svo síðar kom á daginn.
Í stöðufærslu sem Bjarni setti á Facebook í gær, 6. júlí segir hann meðal annars að þetta sé gert til að “minnka áhættu ríkisins í bankarekstri” og “að almenningi hafi verið gert kleyft að skrá sig fyrir hlutabréfaeign allt niður í 50 þúsund krónur”.
Fólk hlýtur að spyrja í hverju áhættureksturinn sé fólginn hjá banka sem skilar tugum milljarða í arð á hverju ári og sem innheimtir vexti sem eru ekki í neinu samræmi við bankavexti í nágranalöndunum ásamt verðtryggingu af húsnæðislánum sem þekkjast hvergi í hinum siðmenntaða heimi og bankar í evrópu líta á sem hreinræktaða glæpastarfsemi að innheimta.
Fjármálaráðherra sem aldrei hefur getað rekið fyrirtæki án þess að setja það á hausinn með tilheyrandi kostnaði og afskriftir upp á 130 þúsund milljónir ætti aldrei að fá að hlutast til um fjármál þjóðríkis því til þess hefur hann hvorki fjármála né viðskiptavit og með sama áframhaldi, fái hann að gegna þessu hlutverki eftir kosningarnar í haust, þá stefnir ísland hraðbyri í annað fjármálahrun á því kjörtímabili.
Hér að neðan má síðan lesa stöðufærslu Bjarna ásamt því að hlusta á ræðuna sem hann flutti á alþingi í gær í óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Skoðað: 1833