Stefnum í annað efnahagshrun undir stjórn VG
Skoðað: 2684
Aðgerðarleysi stjórnvalda vegna spillingarmála Samherja hefur vakið upp þá hugsun hjá æði mörgum að ísland stefni í annað hrun rétt um 11 árum eftir að bankakrísan skall á landsmönnum af fullum þunga því það er engu líkara en allir flokkar á alþingi og þá sér í lagi stjórnarflokkarnir loki augunum fyrir alvarleika Samherjamálsins og afleiðingum þess á heimsvísu.
Nú þegar hafa tvær stórar verslunarkeðjur hætt að kaupa fisk frá íslenskum útgerðum og eftir því sem líður á er ekkert gert í spillingarmálum á íslandi og enginn virðist bera ábyrgð á einu né neinu í því sambandi þá heldur orðspor íslands áfram að sortna í augum umheimsins.
Stjórnvöld á íslandi geta ekki lokað augunum fyrir því að fiskmarkaðir erlendis fara að skella í lás á íslenskan fisk vegna spillingarmálana sem Samherji varð uppvís að og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða aðra útflytjendur því það er komin spillingarlykt af íslenska fiskinum, sama hver veiðir hann og þegar enginn vill kaupa fiskinn þá fæst víst lítið fyrir hann Ekki verður hann seldur á innanlandsmarkaði, svo mikið er víst.
Það er engu líkara en stjórnvöld séu meðvitað að koma því þannig fyrir að annað efnahagshrun dynji á landsmönnum með aðgerðarleysi sínu og aulahætti.
Stjórnvöld verða að hysja upp um sig brækur og brók áður en það verður of seint eða þá að hreinlega slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga svo það fáist fólk sem getur og vill taka á vandanum og leysa hann.
Það er aftur búið að boða til mótmæla á Austurvelli fyrir tómu alþingishúsi laugardaginn 7. desember næstkomandi og fólk hvatt til að mæta og segja sína skoðun á spillingarmálum í þjóðfélaginu.
Erum við í alvöru að horfa upp á stjórnvöld standa meðvitað fyrir því að ekki verði hægt að selja íslenskan fisk eða fiskafurðir erlendis í nánustu framtíð og hætta þar með á annað efnahagshrun?
Skoðað: 2684