Sjötti hluti, Hella Hvolsvöllur í kvöld

Skoðað: 2177

Sjötti hluti.

Þá er það sjötti hluti ferðalags Maríönnu Vilbergs og félaga í hjólastólarallýinu til styrktar einstökum.
Þessi hluti milli Hellu og Hvolsvallar er sirka 12,8 kílómetrar og ætti að vera lítil fyrirstaða á þessum kafla ef vegurinn er sæmilegur.

Við minnum vegfarendur á að sýna tillitssemi við framúrakstur og skapa ekki óþarfa hættu í kringum hjólastólafólkið.

Bein útsending eins og venjulega hér.

Við minnum svo enn og aftur á styrktarreikninginn fyrir rallýkappana og hvetjum fólk til að láta eitthvað af hendi rakna því þó það sé ekki nema 500 kall eða 1.000 kall þá safnast saman þegar margir taka þátt og margt smátt gerir eitt stórt.
Með fyrirfram þökk frá Ferðabæklingunum.

Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.

 

Endilega deilið þessum upplýsingum sem allra víðast.

Skoðað: 2177

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir