Ritstjórnarpistill í skötulíki, vel kæstur
Skoðað: 4263
Árið er búið að vera viðburðarríkara en flestir hafa átt von á í upphafi þess og þær deilur sem komið hafa upp á vinnumarkaði, baktjaldamakk og spilling innan ríkisstjórnarflokkana sem hafa bitnað á almenningi í landinu, þöggun fjölmiðla í mörgum málum sem snúa að svikum við almenning í landinu en sérstaklega þá efnaminnstu ásamt fjölda annara mála sem ekki hefur verið hægt fyrir einn mann að skrifa um eða greina með fullnægjandi hætti þar sem of fáir klukkutímar eru í sólarhringnum til þess og engir hafa boðið sig fram til að skrifa á þetta vefsvæði til að upplýsa erfið mál og því hefur oft ekki verið skrifað um einstök mál eða þau hafa verið flausturslega skrifuð og aðeins farið grunnt í hlutina vegna tímaskorts en þó reynt að rökstyðja með gögnum og opinberum upplýsingum staðreyndir málana, sérstaklega þegar ráðherrar, þingmenn og embættismenn sem fylgja flokksformönnum sínum í algjörri blindni reyna að blekkja almenning með upplýsingum sem standast ekki nánari skoðun þegar dýpra er kafað.
Ég get að gamni mínu nefnt eitt dæmi um pistil sem hér var skrifaður fyrir ekki svo löngu síðan, Ósannindi og lygar formanna stjórnarflokkana í beinni útsendingu í fréttum RÚV, þá var ég í rúma tvo tíma að vinna myndbandið fyrir hann og skrifa textann.
Lengsti tími sem hefur farið í einn pistil hjá mér eru hátt í 10 tímar frá því það var byrjað og þar til hann var vistaður fyrir almenning að lesa. Ástæðurnar fyrir því var sú að ég þurfti að óska eftir gögnum frá ríkisstofnun og það var ekki fyrr en eftir fimm tölvupósta og þrjú símtöl sem loksins var hægt að láta mig hafa þetta og eiga þetta þó að heita opinberar upplýsingar.
En skandaliseringarnar eru óteljandi en fæst af þeim ratar í fjölmiðla landsins af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Sérstaklega þegar kemur að málefnum aldraðra og öryrkja, þá er þögnin hjá þeim algjörlega æpandi og fólk spyr sig í sífellu af hverju það sé ekki meira fjallað um þessi mál, sérstaklega þegar umræður um fjárlögin fyrir árið 2016 fóru fram á alþingi núna fyrir jólafrí þingmanna. Fréttamenn forðuðust þann litla hóp fólks sem kom saman framan við alþingi til að hvetja þingmenn ríkisstjórnarflokkana til að fara að lögum og stjórnarskrá en laumuðust bakdyramegin inn í þinghúsið til að tala við alþingismenn og ráðherra en létu sér ekki detta til hugar að tala við fólkið sem var fyrir utan.
Ein kona úr hópnum náði einu sinni í skottið á Heimi Má hjá Stöð 2 og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að tala við mótmælendur um þeirra skoðun og hvernig þeir upplifðu þetta en fékk þau svör að hann hefði engan tíma til að eltast við einvherja aumingja.
Þar fauk líka það traust og öll virðing fyrir bæði Heimi Má og fréttastofu Stöðvar tvö.
Rúv er lítið skárra þegar kemur að málefnum lífeyrisþega í landinu og engu líkara en fréttasofa Rúv og starfsfólk hennar séu logandi, skíthræddir við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana og skyldi svo sem engan undra það, því þegar Vigdís Hauksdóttir fanst þeir fara hörðum orðum um sig, þá hreinlega hótaði hún þeim í beinni útsendingu að það skyldi sko verða skorið niður hjá þeim ef þeir höguðu sér með þessum hætti og þegar hún varð formaður fjárlaganefndar á alþingi varð það hennar fyrsta verk að hefna sín á Rúv með niðurskurði.
Allt hefur árið verið með þessum hætti þegar kemur að ríkisstjórninni og þingmönnum hennar því þeim er tömust lygin sem þekkja ekki sannleikann, (eða reyna að fela hann) og var hreinlega sorglegt að verða vitni að því þegar fólk var að senda þingmönnum ríkisstjórnarflokkana upplýsingar um stöðu öryrkja og aldraðra, styðjandi mál sitt með launaseðlum og opinberum upplýsingum frá Tryggingastofnun Ríkisins um kjör sín, þá fékk þetta fólk alltaf sömu, stöðluðu svörin sem Bjarni Ben, fjármálaráðherra var búinn að setja þeim fyrir, að þetta væri bara lygi. Þeir vissu sko betur og komu svo með rulluna sem Bjarni Ben er búinn að spila í óteljandi viðtölum og ræðum síðustu vikurnar og ekki viðlit að ræða við þetta fólk með beinhörðum rökum, öryrkjar og aldraðir væru bara að ljúga þessu. Það dugði ekki einu sinni til þó fulltrúar frá Öryrkjabandalaginu og Félagi eldri borgara kæmu á fund fjárlaganefndar og legðu allar staðreyndir og sannanir á borðið, því var vísað frá sem helberu kjaftæði og lygum af formanni og varaformanni nefndarinar og því fór sem fór í atkvæðagreiðslum um að lífeyrisþegar fengju afturvirkar hækkanir bóta eins og lög gera ráð fyrir.
Það gerist síðan í gær, 22. des, að í fréttum Rúv er innslag þar sem Forseti íslands og forsetafrú mæta í Reykjanesbæ þar sem fór fram úthlutun á mat til þeirra sem hafa ekkert yfir jólin að Forsetinn lætur þau orð falla að það sé alveg ótrúlegt að þetta ríka land skuli ekki geta séð þeim efnaminnstu fyrir mannsæmandi tekjum til að komast af og að það sé algjörlega upp á ríkisstjórnina komið að hún beri ábyrgð á því ástandi, að Bjarni Ben snappar á Twitter og sendir Forseta íslands tóninn með þeirri hótunn að það verði bara skorið niður styrkir til forsetaembættisins ef hann vogi sér að tala illa um fjármálastjórnina á íslandi.
Og allt er þetta svona og verður bara verra og verra með hverjum deginum meðan núverandi stjórnvöld fá að hanga við völd, hækka skatta og álögur á þá efnaminnstu, brjóta á þeim lög og stjórnarskrárbundinn rétt til að lifa mannsæmandi lífi en um leið lækka skatta og álögur á þá efnamestu og færa þeim enn meiri auðævi á silfurfati í hverjum mánuðinum sem líður. Það þarf bráðnauðsynlega að koma þessari ríkisstjórn frá völdum áður en það verður um seinan. Einkavæðing bankana og heilbrigðiskerfisins er eitthvað sem má bara alls ekki gerast og að gefa ráðherrum aukinn völd, eins og nú er verið að gera þar sem þeir þurfa ekki að leita álits alþingis á ákvörðunum sínum er eitthvað sem bara verður að stöðva, sama hvað, því það er verið að afnema lýðræðið með þessu og koma á ráðherraræði sem síðan leiðir til enn meiri valda ráðherrana ef það verður ekki stoppað og að lokum flokkræðis þar sem sérhagsmunapólitíkusar hafa öll völd og ráð í hendi sér og geta algjörlega látið hjá líða að alþingi geti neinu ráðið um eitt eða neitt.
Það bara má ekki gerast.
Hér er rétt stiklað á stóru um það sem hefur verið að gerst í þjóðfélaginu á árinu í stuttum pistli en þeir sem vilja gramsa meira geta notað leitin hér á vefnum og eins skoðað mitt persónuleg blogg þar sem ég hef skrifað í gegnum tíðina.
Að lokum vil ég þakka fyrir móttökurnar sem Skandall.is hefur fengið á árinu sem er að líða og vonast til að geta haldið áfram rekstri vefjarins með ykkar hjálp í framtíðinni því alltaf er hægt að senda inn efni með því að hafa samband hér í valmyndinni að ofan.
Óska velunnurum og lesendum öllum gleðilegrar skötu, vel kæstri sem gleðilegrar hátíðar og megi allar góðar vættir styrkja ykkur og herða.
Með hátíðarkveðjum, Jack Hrafnkell Daníelsson, eigandi, vefstjóri, ritstjóri og pistlahöfundur.
Skoðað: 4263