Ræstitæknar með betri laun en hópferðabílstjórar

Skoðað: 11276

Ræstingar betur launaðar en akstur hópbifreiða.

Á meðfylgjandi mynd sem birt var á fésbókarhópnum “Rútu og hópferðabirfreiðaáhugamenn” koma fram talsvert athyglisverðar upplýsingar.
Þegar rýnt er í myndina og skoðaðar launatöflur fyrir hópferðabílstjóra annarsvegar og ræstitækni hins vegar, þá sést að byrjunarlaun ræstitækna við 20 ára aldur eru 1.780,86 krónur á tíman en hins vegar eru hópferðabílstjórar aðeins með í byrjunarlaun við 20 ára aldur, 1.644,32 krónur á tíman.

Bílstjórinn er svo með 1.684,20 krónur á tímann eftir fimm ára starf en ræstitæknirinn með 1.817,45 krónur eftir sama tíma.

Þess má svo geta svona í framhjáhlaupi að bílstjórinn þarf að punga út 250 þúsund til að öðlast sín réttindi og hann ber ábyrgð á bílnum og farþegum í ferðum sínum og hægt er að sækja hann til saka ef hann æðir út í vitlaust veður og skaði hlýst af, jafnvel þó svo vinnuveitandi hans sé í raun sá seki ef hann rekur bílstjórann af stað út í hættulegar aðstæður.  Einnig þarf hann að sækja sérstök námskeið á fimm ára fresti um leið og hann endurnýjar ökuleyfi sitt en flestir vinnuveitendur standa þó straum af námskeiðakostnaði sem getur numið all að 50 þúsund krónum.

Er ekki eitthvað mikið að þegar hópferðabílstjórar eru orðnir svona illa launaðir meðan ferðaþjónustufyrirtækin moka inn gróðanum á ferðamönnum, að það borgar sig hreinlega fyrir þá að fara í ræstingar í staðin?

Skoðað: 11276

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir