Kvíðatímabilið er byrjað

Skoðað: 2573

Kvíði og ofsakvíði getur ráðist á hvern sem er, hvar sem er.

Það er óhætt að segja að jólakvíðin byrji snemma þetta árið en einstaka stöðufærslur hafa sést frá örykjum og þeim sem lægstar hafa tekjurnar á íslandi eru farnar að birtast þeim sem fylgjast með stöðu þessara þjóðfélagshópa í ýmsum hópum á samfélagsmiðlum og bendir það til þess að margir séu í verri fjárhagslegri stöðu en undanfarin ár.

Það ber ekkert mikið á þessum færslum en þegar lesið er á milli línana er ljóst að kvíði fólks er mikill fyrir komandi jólahátíð þetta árið enda hefur allt hækkað sem fólk þarfnast nema tekjurnar.
Þökk sé ríkisstjórninni eins og venjulega.

Seinna í dag hefjast umræður á Alþingi um fjáraukalög þar sem “samið” verður um að auka framlög til ákveðina málaflokka hjá ríkinu.  Athygli vekur, (eða ekki) að ekki er gert ráð fyrir neinum viðbótum í þá málaflokka sem snúa að fátækasta fólkinu í landinu enda hefur Bjarni Ben þegar haldið því fram að of mikið hafi verið sett í þann málaflokk og að þetta fólk hafi það bara nógu gott.
Kata situr að sjálfsögðu á kantinum og brosir sínu fábjánabrosi en segir ekkert því nú hentar ekki að tala um fátæklingana og réttlætið eins og 2017.

Sjálfsagt verður sá fjöldi sem leitar til hjálparstofnana til að eiga fyrir jólahátíðinni meiri þetta árið en nokkru sinni fyrr þó ekki hafi enn verið gefnar upp neinar tölur, hvorki frá kirkjunni né fjölskylduhjálpinni en fróðlegt verður að sjá hvort enn eitt árið verði fólki mismunað þegar kemur desemberuppbótinni en á síðasta ári fengu þingmenn og ráðherrar rúmlega hálf mánaðarlaun öryrkjans meðan öryrkjar og aldraðir máttu sætta sig við á bilinu fimm til 22 þúsund krónur.

Ef einhver réttlætiskennd væri til í höfðum ráðamanna á íslandi væru þessum málum snúið við og öryrkjar og aldraðir fengju rúmlega 100 þúsund en ráðamenn þjóðarinar fengju það sem fátæklingunum er rétt, það er að segja ráðherrar fengju fimm þúsund kall en þingmenn kanski 20 þúsund kall, í mesta lagi.

Það væri réttlæti.

Við skulum líka muna eftir þeim sem eiga hvergi höfði sínu að halla vegna húsnæðisleysis og öllum þeim sem verða fyrir fordómum vegna sjúkdóma og fíknar því þeirra er að halda jólin á götunni.

Skoðað: 2573

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir