Kaldhæðni dagsins! Spilltir ráðherrar segjast ætla að taka á spillingu en gera það með spillingu

Skoðað: 2307

Síðan spillingin í kringum Samherja komst á flug heyrðist lítið fyrstu vikuna, eða því sem næst frá ráðamönnum þjóðarinar en svo kom bomban sem enn er að frussa og hrækja en springur aldrei enda púðrið hálf blautt og brennur illa.

Það var ekki fyrr en á þriðjudeginum í vikunni eftir sem einhver umræða var um málið á alþingi en þá tókst Loga Einarssyni að móðga Bjarna Ben svo rækilega með því að halda því fram í óundirbúnum fyrirspurnum að ísland væri að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins, að nánast upp úr sauð og sagði Bjarni að það væri grafalvarlegt mál að formaður stjornmálaflokks stígi í pontu alþingis og telji það rétta lýsingu á landinu okkar að líkja því við spillingarbæli.

Eftir þetta var Kristján Þór Júlíusson til svara og hann spurður hvort honum þætti það eðlilegt að hringja í Þorstein Má, fyrrverandi vinnuveitanda, frænda og mjög náín vin sjávarútvegsráðherra til að spyrja hvernig honum liði.  Fátt varð eðlilega um svör og gat Kristján svarað því hver mörkin væru á því hvort hann væri að tala við vin sinn, frænda eða forstjóra stærsta útgerðarfélag landsins, útgerðarfélag sem væri orðið uppvíst að spillingarbroti sem væri það mesta og versta sem sést hefði á íslandi hingað til.

Lofaði nú Kristján að hann mundi segja sig frá öllum málum sem snertu Samherja en samt sinna sinni vinnu sem sjávarútvegsráðherra.
Varla var dagskrá þessa dags lokið þegar Kristján ásamt Sigurði Inga ruku norður á Dalvík til að fagna með Dalvíkingum og Samherja vígslu nýs viðlegukannts við bryggjuna sem og risastóru móttökuhúsi Samherja á staðnum með kampavínsdrykkju og faðmlögum við forstjóran.

Til að gera langa sögu stutta skulum við síðan hoppa til föstudagsins 15. nóvember en þá birti stórblaðið The Guardian grein undir yfirskriftinni Bribery allegations over fishing rights rock Iceland and Namibia þar sem fjallað er um Samherjamálið og kemur þar fram að á meðan ekkert gerist á íslandi nema ráðamenn og forsætis blaðra í hringi þá eru tveir ráðherrar í Namebíu búnir að segja af sér og hafa eigur þeirra og bankareikningar verið frystir.
Þar var nefnilega strax byrjað að taka á spillingunni.

En á íslandi er allt við það sama.  Enginn hefur sagt af sér og engin hefur stigið til hliðar því allir treysta öllum og ætla í spillingarbróðerni að taka hinni alræmdu íslensku spillingu með spillingu því nú er verið að grafa upp gamla spillingarpésa frá því fyrir bankahrunið, þvo af þeim spillingarstimpilinn og klessa glænýjum “HVÍTÞVEGIN AF VALHÖLL” stimpli á ennið á þeim og rassgatið svo hægt sé að sjá að þarna fara hvítþvegnir spillingarpésar, sama hvorum endanum þeir snúa að þjóðinni og ræpa út um.

En Bjarni Ben, sá snillingur sem hann nú er, lét hafa eftirfarandi setningu eftir sér í The Guardian sem munað verður eftir mjög, mjög lengi og sennilega sú setning sem á eftir að vekja hatur og fyrirlitningu almennings úti í heimi og þá sérstaklega í Namebíu og þó víðar væri leitað, að í menningu Namebíu væri sökina að finna því þar væri spillingin grasserandi í kúltúrnum.

The ruling Independence party, however, blamed a culture of corruption in Namibia for the scandal. “That’s perhaps the root of the problem in this case,” said the finance minister, Bjarni Benediktsson. “A weak government, a corrupt government in this country. That seems to be the underlying problem that we’re seeing now.”

Það er því ákveðin kaldhæðni í því að maðurinn sem er formaður stærstas stjórnmálaflokks íslands, gjörspilltur, lygin og siðblindur fjármálaráðherra íslands, skuli voga sér að skammast úr ræðustól alþingis yfir orðum annars formanns stjórnmálaflokks um að útlendingar sjái ísland sem gróðrarstíu spillingar, hlaupa svo beint í fjölmiðla og lýsa því yfir að það sé engin spilling á íslandi, þetta sé allt menningu Namebíumanna að kenna.  Þetta sér bara þeirra kúltúr.

You can’t make this shit up.

Skoðað: 2307

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir